Föstudagur 19. október 2001 kl. 13:29
Stór straumur og bryggjur á kafi
Nú er stór straumur og allar bryggjur voru á kafi í morgun.Það viðrar vel til útivistar og spáin góð fyrir helgina. Þeir sem hafa ljósmyndadellu ættu að hafa með sér myndavélina og festa á filmu fjölbreytileika náttúrunnar í þessu sannkallaða vorveðri sem nú er á Suðurnesjum.