Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Miðvikudagur 17. apríl 2002 kl. 22:11

Stolnar rósir -rétt skal vera rétt!

Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, sem kynnt var á mánudag, má finna dæmi um stolnar rósir þegar kemur að upptalningu á þeim verkefnum sem unnið hefur verið að á kjörtímabilinu. Af upptalningunni að dæma er ljóst að í a.m.k. tveimur tilfellum hafa menn verið að lesa stefnuskrá Framsóknarflokksins en ekki Sjálfstæðisflokksins. Þetta segir Kjartan Már Kjartansson í grein til VíkurfréttaMálefni eldri borgara.
Í stefnuskránni er vitnað beint í stefnuskrá Framsóknarflokksins þegar kemur að umfjöllun um stefnumótun í málaefnum eldri borgara en þar sagði árið 1998 ; ,,móta stefnu í málefnum eldri borgara þar sem þjónusta Reykjanesbæjar verði sem mest og best<=. Ekkert slíkt orðalag er hins vegar að finna í Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins árið 1998, þrátt fyrir fullyrðingar þar um.

Miðstöð símenntunar
Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins árið 1998 er ekki að finna orð um Miðstöð símenntunar. Hins vegar segist Framsóknarflokkurinn ætla að ; ,,efla Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum<= og gerði það m.a. með því að leggja til að gamli barnaskólinn að Skólavegi 2 yrði nýttur undir starfsemi miðstöðvarinnar þar sem nú er m.a. hafið öflugt háskólanám.

Við Framsóknarmenn höfum ekkert á móti því að aðrir flokkar eigni sér okkar stefnumið. Sögunnar vegna finnst okkur hins vegar betra að rétt sé rétt.

Kveðja

Kjartan Már Kjartansson
bæjarfulltrúi B-listans
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024