Bilakjarninn
Bilakjarninn

Aðsent

Stolið úr tveimur bílum
Mánudagur 29. október 2012 kl. 13:00

Stolið úr tveimur bílum

Innbrot í tvær bifreiðar í Sandgerði voru tilkynnt lögreglunni á Suðurnesjum um helgina. Í öðru tilvikinu var farið inn í læstan bíl og stolið úr honum kreditkorti og smáaurum milli sæta.

Úr hinni bifreiðinni, sem var ólæst,  var stolið leiðsögutæki.

Lögregla brýnir fyrir bifreiðaeigendum að skilja ekki eftir verðmæti á glámbekk í bílum sínum og ganga tryggilega frá þeim að notkun lokinni.

Bílakjarninn
Bílakjarninn