Stjórnmálagreinar og tilkynningar á vf.is
Víkurfréttir birta greinar frá frambjóðendum og stuðningsmönnum framboða til Alþingiskosninga. Greinarnar eru eingöngu birtar hér á vef Víkurfrétta, vf.is.
Greinum fjölgar hratt núna síðustu dagana fyrir kosningar. Þar sem vefdeild Víkurfrétta er fáliðuð og starfsmenn þurfa að sinna mörgum örðum verkum, þá hefur verið tekin ákvörðun um að aðsendar stjórnmálagreinar og tilkynningar verða uppfærðar tvisvar á dag.
Annars vegar verða stjórnmálagreinar og tilkynningar settar inn á vefinn milli kl. 08-10 að morgni og svo aftur eftir kl. 16 síðdegis.
Vinsamlegast sendið greinar á póstfangið [email protected]
Kosningaskrifstofur geta einnig sent ljósmyndir og stuttar fréttir úr starfinu til birtingar á vf.is. Myndirnar þar þurfa að vera 422 pixlar á vídd og í 72 punkta upplausn í RGB litum og vistaðar sem .jpg. Þær, ásamt textum, má senda á [email protected]. Tekið verður fram við þessar fréttir að þær séu frá viðkomandi framboði.
Ritstjórn Víkurfrétta