Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Stjórnarskrá Íslands - Berlínarmúr Íslendinga
Laugardagur 1. desember 2018 kl. 10:08

Stjórnarskrá Íslands - Berlínarmúr Íslendinga

Í nóvember 1991 var hinn frægi múr sem aðskildi íbúa Berlínar rifinn. Aðdragandinn að því á sér langa sögu. Ólík félagasamtök sem börðust fyrir réttindum allskonar hópa, tóku sig saman og nýttu samtakamát sinn til þess að fella múrinn. Á Íslandi erum við með einn svona múr og sá múr er Stjórnarskrá Íslands.

Það er hagur þeirra sem vilja halda okkur niðri og koma í veg fyrir breytingar og betrumbót á okkar samfélagi að halda þeirri gömlu. Hún er múr um valdaelítu sem notar múrin til þess að braska með auðlindir og misnota völd í okkar landi. Því er löngu kominn tími til að við sem samfélag sameinumst um það að rjúfa þennan múr.

Femínistar eru að berjast feðraveldið, verkalýðshreyfingin við auðvaldið, öryrkjar við ríkisvaldið, fórnarlömb kynferðisofbeldis og annars ofbeldis við dómsvaldið og svo mætti lengi telja. Í öllum þessum tilfellum er þetta sami andstæðingurinn, andstæðingur sem erfitt er að hagga vegna þess kerfis sem hann hefur smíðað í kringum sig og valdastöðunum sem honum hefur tekist að sölsa undir sig. En hvað getum við gert?

Í nýju stjórnarskránni okkar er kafli um ábyrgð ráðherra og þingmanna. Staðfesting á því að þjóðin á auðlindirnar og réttindi minnihlutahópa tryggð. Þar eru líka reglur um dómskerfið okkar svo því verði ekki spillt og svo mætti lengi telja.

Við þurfum að rjúfa múrinn, koma saman og setja okkur markmið sama hvaða hópi við teljum okkur tilheyra. Samtakamáttur okkar er það eina sem mun geta rofið þennan múr sem feðraveldið, auðvaldið, ríkisvaldið og dómskerfið hefur byggt upp. Nú er tíminn, sameinumst um að rjúfa múrinn og byggjum upp betra Ísland!

Þórólfur Júlían Dagsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024