Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Sterkari heild með sameiningu
Fimmtudagur 6. október 2005 kl. 17:25

Sterkari heild með sameiningu

Glöggur lesandi Víkurfrétta gekk fyrir skemmstu í góðra vina hópi á Keili og átti þar notalegan dag. Á toppi þessa fræga fjalls er að finna dagbók sem göngugarpar fylla út og þar kennir ýmissa grasa. Frá venjulegum dagbókarfærslum í stuttar skemmtisögur en það sem lesandi Víkurfrétta hnaut um í dagbókinni góðu var eftirfarandi ferskeytla:

 

Kanaútvarpið lokaði í dag

 

Loksins útvarp kanans kvaddi,

knýtt er fyrir hersins múl.

Fjallkonuna fréttin gladdi,

fallinn saman Rúni Júl.

 

Þessi skemmtilega ferskeytla var hripuð nákvæmlega sama dag og útsendingum var hætt á kanaútvarpinu eða þann 1. júní síðastliðinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024