Starfsemi Ráðgjafarstofu starfsmanna á varnarsvæði
Ráðgjafarstofa starfsmanna á varnarsvæði opnaði sama dag og starfsmönnum varnarliðsins voru afhent uppsagnarbréf sín og fór heimasíða með upplýsingum fyrir starfsfólk í loftið þremur dögum síðar. Ráðgjafarstofan er samstarfsverkefni Reykjanesbæjar, Félags íslenskra stjórnunarstarfsmanna á Keflavíkurflugvelli, Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Rafiðnaðarmanna, Verkstjórafélags Suðurnesja, Iðnsveinafélags Suðurnesja, Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, Matvís og Verslunarmannafélags Suðurnesja. Starfsemi stofunnar mun halda áfram eitthvað fram á haustið.
Undanfarnar vikur höfum við á Ráðgjafarstofunni reynt að ná sambandi við þá sem ekki er vitað til að hafi ráðið sig til starfa annars staðar enda er það markmið okkar að finna sem farsælasta lausn á málum hvers og eins.
Þann 5. október sl. voru skv. listum okkar um 102 starfsmenn á Suðurnesjum sem ekki höfðu enn ráðið sig til annarra starfa. Af þeim hafði þó ekki náðst í 46 sem gæti þýtt að talan væri enn lægri.
Fyrirtæki hafa verið iðin við að setja sig í samband við okkur á Ráðgjafarstofunni og eru ávallt þó nokkur laus störf í boði. Nánari upplýsingar um þau og starfsemi Ráðgjafarstofunnar má finna á veffanginu: www.reykjanesbaer.is/radgjafarstofa.
Þau störf sem enn eru í boði eru af ýmsum toga. Við gerum okkur grein fyrir því að Suðurnesjamenn vilja síður sækja vinnu út fyrir svæðið og höfum því lagt allt kapp á að finna fólki störf við hæfi í heimabyggð. Það hefur hingað til gengið vonum framar en sá hópur sem við höfum mestar áhyggjur af er skrifstofufólk sem gegnt hefur ábyrgðarstöðum hjá Varnarliðinu. Þau störf virðast því miður ekki liggja á lausu á Suðurnesjum. Við hvetjum þá sem sinnt hafa sérhæfðari störfum því til að leggja inn umsóknir og ferilskrár hjá ráðgjafarfyrirtækjum eins og Capacent og Hagvangi þar sem markaðurinn er mun stærri og úrval starfa töluvert.
Þá starfsmenn af varnarsvæðinu sem ekki hafa leitað til okkar og eru enn í atvinnuleit, hvetjum við til að kíkja við í kaffi og fara yfir þá möguleika sem eru í stöðunni. Við aðstoðum fólk við gerð ferilskrár, getum veitt þjálfun í því sem felst í að fara í atvinnuviðtal og höfum samband við fyrirtæki að fyrra bragði óski fólk eftir því. Opið er á Ráðgjafarstofunni sem staðsett er að Hafnargötu 29 (fyrir ofan K-Sport) frá kl. 9-16 alla virka daga. Síminn er 421-1080. Við bjóðum fyrrum starfsmenn á varnarsvæðinu hjartanlega velkomna og vonumst til að geta í sameiningu fundið sem besta lausn á atvinnumálum sem flestra.
Helga Jóhanna Oddsdóttir
Forstöðumaður
Undanfarnar vikur höfum við á Ráðgjafarstofunni reynt að ná sambandi við þá sem ekki er vitað til að hafi ráðið sig til starfa annars staðar enda er það markmið okkar að finna sem farsælasta lausn á málum hvers og eins.
Þann 5. október sl. voru skv. listum okkar um 102 starfsmenn á Suðurnesjum sem ekki höfðu enn ráðið sig til annarra starfa. Af þeim hafði þó ekki náðst í 46 sem gæti þýtt að talan væri enn lægri.
Fyrirtæki hafa verið iðin við að setja sig í samband við okkur á Ráðgjafarstofunni og eru ávallt þó nokkur laus störf í boði. Nánari upplýsingar um þau og starfsemi Ráðgjafarstofunnar má finna á veffanginu: www.reykjanesbaer.is/radgjafarstofa.
Þau störf sem enn eru í boði eru af ýmsum toga. Við gerum okkur grein fyrir því að Suðurnesjamenn vilja síður sækja vinnu út fyrir svæðið og höfum því lagt allt kapp á að finna fólki störf við hæfi í heimabyggð. Það hefur hingað til gengið vonum framar en sá hópur sem við höfum mestar áhyggjur af er skrifstofufólk sem gegnt hefur ábyrgðarstöðum hjá Varnarliðinu. Þau störf virðast því miður ekki liggja á lausu á Suðurnesjum. Við hvetjum þá sem sinnt hafa sérhæfðari störfum því til að leggja inn umsóknir og ferilskrár hjá ráðgjafarfyrirtækjum eins og Capacent og Hagvangi þar sem markaðurinn er mun stærri og úrval starfa töluvert.
Þá starfsmenn af varnarsvæðinu sem ekki hafa leitað til okkar og eru enn í atvinnuleit, hvetjum við til að kíkja við í kaffi og fara yfir þá möguleika sem eru í stöðunni. Við aðstoðum fólk við gerð ferilskrár, getum veitt þjálfun í því sem felst í að fara í atvinnuviðtal og höfum samband við fyrirtæki að fyrra bragði óski fólk eftir því. Opið er á Ráðgjafarstofunni sem staðsett er að Hafnargötu 29 (fyrir ofan K-Sport) frá kl. 9-16 alla virka daga. Síminn er 421-1080. Við bjóðum fyrrum starfsmenn á varnarsvæðinu hjartanlega velkomna og vonumst til að geta í sameiningu fundið sem besta lausn á atvinnumálum sem flestra.
Helga Jóhanna Oddsdóttir
Forstöðumaður