Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Stapi musteri rokksins
  • Stapi musteri rokksins
    Kristján Pálsson.
Laugardagur 5. apríl 2014 kl. 07:00

Stapi musteri rokksins

Ég heyrði í RÚV í gær (30. apríl) kynningu á rokkminjasafni sem verið er að koma fyrir í Stapa í Njarðvík. Stjórnandi þáttarins og væntanlega kynningarstjóri safnsins fóru þar yfir allt sem á að vera í hinu nýja safni og kennir þar margra grasa. Þarna á sem sagt að vera sögusýning um dægurtónlist á Íslandi og hljómaði það allt ágætlega og virtust þeir þekkja vel til þess hvaða hljómsveitir og söngvarar hafa gert garðinn frægan á Íslandi síðustu 70 árin. Það sem vantaði inn í söguskýringu þeirra félaga var að þekkja bakgrunninn fyrir þeirri byggingu, Stapa, sem hýsir þessa sýningu og sögu hennar. Stapi er sögufrægasta hús íslenskrar poppsögu og hefur hýst allar helstu rokkstjörnur landsins. Þá sögu ætti ekki síður að varðveita en nöfn þeirra fjölmörgu hljómsveita sem þar hafa komið fram og sungu „ég fór á ball í Stapa á því var engu að tapa“.

Byggingarsaga Stapa er mjög merkileg en húsið var reist í Njarðvík af félagasamtökunum þar og var Ólafur Sigurjónsson formaður UMFN potturinn og pannan í því að reisa þetta musteri rokksins og framkvæmdastjóri hússins til dauðadags. Þetta hús var stærsta hús sinnar tegundar á landinu þegar það var reist. Þessari sögu klæmdust stjórnandi þáttarins og kynningarstjórinn á í gær enda ekki sérlega annt um að muna hvar þeir voru né hverjir áttu frumkvæðið að þessari byggingu. Nafnið Stapi er ekki heldur mjög heilagt í huga stjórnenda Reykjanesbæjar þó það væri valið eftir viðamikla nafnasamkeppni. Nú skal það víkja og nefnast Hljómahöll.  
Ég hef áður lýst yfir undrun minni á þeirri ákvörðun stjórnenda Reykjanesbæjar að breyta nafninu á Stapa í Hljómahöll. Forsvarsmenn bæjarins hafa sagt að ekkert væri að breytast því nafnið á Stapa yrði áfram. Það stenst auðvitað ekki skoðun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kristján Pálsson
fv. form. UMFN