Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Miðvikudagur 8. mars 2000 kl. 15:49

Staðardagskrá 21

Ágæti lesandi Í byrjun ár 1999 hófst vinna við gerð Staðardagskrár 21 í Reykjanesbæ en það er áætlun um hvernig bæjarbúar vilja sjá sveitarfélagið sitt þróast á nýrri öld. Gerð Staðardagskrár 21 skiptist í þrjá hluta. Í fyrsta lagi úttekt á núverandi stöðu, í öðru lagi markmiðasetning og í þriðja lagi gerð framkvæmda- og kostnaðaráætlunar. Úttekt á núverandi stöðu lauk í janúar s.l. og var skýrsla lög fyrir bæjarstjórn sem samþykkti hana á fundi sínum þ. 15. febrúar s.l. Skýrsluna er að finna á heimasíðu Reykjanesbæjar undir „stjórnkerfi/stjórnun og fjármál.“ Slóðin er www.rnb.is Nú boðar stýrirhópur Staðardagsrkár 21 til fundar þar sem ætlunin er að hefja vinnu við annan hluta verkefnisins þ.e. markmiðasetninguna. Fundurinn verður haldinn á Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar, Hafnargötu 57, þriðjudaginn 14. mars kl. 17.00 og er öllum opinn. Bæjarbúar eru hvattir til þess að mæta og taka með sér gesti. Því fleiri sem koma að verkefninu því betra verður það. Dagskrá fundarins verður þessi. Kynning á helstu niðurstöðum núverandi stöðu. Umræður Kynning á vinnu við markmiðasetningu Umræður Skipting í vinnuhópa Önnur mál. Það er von stýrihópsins að sem allra flestir sjái sér fært að mæta á fundinn og taka þátt í þessu mikilvæga verkefni. Kær kveðja f.h. stýrihóps Staðardagskrár 21 í Reykjanesbæ Kjartan Már Kjartansson, formaður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024