Spegill fortíðar- silfur framtíðar
Fræðslufundur hjá Íslenska vitafélaginu verður haldinn í Saltfisksetrinu í Grindavík laugardaginn 26. mars kl. 13:00. Gestir kvöldsins verða Agnes Stefánsdóttir, fornleifafræðingur hjá Forleifavernd ríkisins, Jón Þ. Þór, sagnfræðingur og Ómar Smári Ármannsson.
Grindvíkingurinn Ómar Smári mun fjalla um Selatanga sem heilstætt og afmarkað atvinnusvæði, hinar miklu breytingar sem orðið hafa á svæðinu frá fyrstu tíð til 19. Aldar minjanna sem nú sjást, svo og önnur sambærileg minjasvæði í nágreninu.
Þeir sem koma frá Reykjavík safnast saman hjá Kaffivagninum á Granda kl. 11:30 og sameinast í bíla. Lagt af stað kl. 11:45.