Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Sorgarferli sjálfstæðismanna
Föstudagur 29. mars 2013 kl. 20:43

Sorgarferli sjálfstæðismanna

Það kom sjálfstæðismönnum í opna skjöldu að ríkisstjórn félagshyggjuflokkanna skyldi setja af stað samningsferli um ívilnanir vegna iðnaðarsvæðisins í Helguvík. Ívilnanir sem geta hlaupið á milljörðum króna þegar upp er staðið. Til að mynda gæti slík ívilnun vegna hafnarinnar einnar verið á annan milljarð. Samninga um ívilnanir sem þeirra eigin menn höfnuðu, hver sem það var kappanna Sturla Böðvarsson, Árni Matt eða Geir Haarde.

En viti menn. Nú þegar samningsgerðinni á milli fjármálaráðuneytis og sveitarfélaganna er að ljúka með farsælum hætti bregður svo við sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ bresta ekki í fögnuð og gleðilæti. Þess í stað virðist standa yfir óvænt sorgarferli þeirra á meðal vegna þess að ríkisstjórnin sem þeir hafa þulið yfir bölbænir linnulítið allt kjörtímabilið gekk til verksins sem þeir náðu aldrei, þrátt fyrir ótal tækifæri, að fá sína eigin menn til að gera.

Sorgarferlið óvænta birtist sérstaklega í undarlegheita greinum eftir oddvita sjálfstæðismanna í kjördæminu og gallsúrum viðbrögðum bæjarstjórans í Reykjanesbæ. Bæjarstjórinn sem situr yfir galtómum kassanum eftir áratugs óstjórn ætti nú frekar, að maður héldi, að fagna fjármagninu og þeim tímamótum sem ívilnanirnar bera með sér í stað þess að vandlætast yfir uppspunnum kulda í garð Suðurnesja. Þegar raunin er sú að þorri allra fjárfestingasamninga á landinu öllu hafa verið gerðir um verkefni suður með sjó, eða fjórir talsins.

Vissulega er það frægt af endemum að forystumenn sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ og Suðurkjördæmi hafi á undanförnum árum hallað sér meir að ritsmíðum í anda umkenningarstílsins, þar það sem rétt er skiptir ekki máli heldur frekar það að reyna að rugla umræðuna í þeirri von að hið ranga nái fótfestu í huga lesandans. Eina slíka grein má sjá á vef Víkurfrétta þann 27. mars síðastliðinn undir yfirskriftinni „Fullreynt með Helguvík hjá þessari ríkisstjórn“ eftir frambjóðandann Ragnheiði Elínu Árnadóttur.

Eins og svo  oft áður leggur Ragnheiður bæði þingmönnum og bæjarfulltrúum orð í munn sem hún segir að hafi  "keppst við að fullyrða að ekkert muni stöðva framgang mála í Helguvík, - þökk sé núverandi ríkisstjórn"  slíkt myndi náttúrulega enginn heilvita maður láta frá sér fara í ljósi þess undirbúnings er verkefni í Helguvík hafa fengið. Bæði þingmenn og bæjarfulltrúar Samfylkingar hafa í gegnum árin látið það frá sér fara að ekkert er lýtur að núverandi ríkisstjórn stöðva framgang þeirra verkefna er af stað hafa farið, og við það hefur verið staðið.

Vænisýki Ragnheiðar nær þó nýjum hæðum er hún kemur að umfjöllun sinni gagnvart fjárfestingarsamning um kísilver á Bakka og hliðstæðum samning vegna Kísilvers í Helguvík sem Samfylkingarmenn hafa barist fyrir að nyti jafnræðis við Bakka og fengið framgengt, þó verið sé að ganga frá og snurfusa samningana. Þeir sem fylgst hafa með málefnum álvers og kísilvers í Helguvík vita vel að það sem stendur helst á gagnvart álverinu eru raforkusamningar milli einkafyrirtækjanna HS Orku og Norðuráls. HS orku sem sveitarfélögin seldu frá sér yfirráðin og þar með tökum á Helguvíkurverkefnum sem í kjölfarið voru á tíma nánast strand. Vegna heimatilbúinna orsaka. Samningar sem bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagði í hjartnæmri ræðu sinni síðustu Ljósanótt í september að undir yrði skrifað á næstu dögum. Nú er aprílmánuður að ganga í garð.

Hvað kísilver er þvi miður enn minna að frétta af, hverra hluta svo sem það er. Kannski Ragnheiður Elín gæti svarað því? Svona mitt í sorgarferlinu yfir því að loks sé gengið til samninga um ívilnanir sem hún sem aðstoðarmaður fjármálaráðherra kom aldrei af stað á sínum tíma og værri sæmdin meiri að fagna nú og vinna með í stað þess að hanga aftan í ferlinu sem hælbítur væri.


Með ósk um gleðilega páska
Hannes Friðriksson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024