Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

  • Sólinn frá Sandgerði
  • Sólinn frá Sandgerði
Föstudagur 30. maí 2014 kl. 10:27

Sólinn frá Sandgerði

– Helga Björk Stefánsdóttir skrifar

Kæru Sandgerðingar.

„Sumarið er tíminn, þegar hjartað verður grænt og augun þín verða himinblá, ójá“  orti Bubbi Morthens svo fallega um okkar íslenska sumar.

Kosningar eru á næsta leyti, bæjarbúar líta yfir farinn veg síðustu fjögurra ára og meta hvað fór vel og hvað má bæta.  Sandgerðisbær er fallegur bær og hefur upp á margt að bjóða en þó má margt bæta og gera enn betur. Gera þarf átak í fegrun bæjarins þar sem allir leggjast á eitt og með fallegu umhverfi mun ímynd bæjarins endurspeglast.

Við þurfum að gera bæinn meira aðlaðandi fyrir fólk til að búa í og einnig að hann verði eftirsóttari fyrir ferðamanninn. Til þess þarf að fara í markvissa markaðssetningu og má þar meðal annars nefna sögustaði, þekkingarsetur, gott tjaldsvæði og fuglalíf svo eitthvað sé nefnt.  Sandgerðisbær hefur það fram yfir önnur bæjarfélög að hér eru dyrnar inn í landið og það þarf að nýta.  Að sama skapi eru dyrnar þá út úr landinu líka og gríðarlegur fjöldi landsmanna fer að Flugstöð Leifs Eiríkssonar á ári hverju.  Til þess að fanga athygli þessa fólks og vekja athygli á bænum okkar þarf að setja bæjarmerki Sandgerðis við landamörk sem liggja skammt frá hringtorgi að flugstöð.

Mikil aukning hefur verið á hjólreiðum á milli bæjarfélaga sem aftur leiðir til aukinnar hættu á alvarlegum slysum þar sem vegakerfið bíður ekki upp á þá iðju. Ég vil stuðla að því að lagðir verði göngu- og hjólreiðastígar á milli bæjarfélaganna hér í kring með tengingu á stærsta atvinnusvæði bæjarfélagsins (flugstöðvarsvæði)  í samstarfi við þau og með aðkomu ríkisins. 
 

Kæru íbúar! Spennandi tímar eru framundan og Sandgerðisbær er smátt og smátt á leið út úr skuldavandamálum sem hafa hamlað frekari uppbyggingu undanfarin ár. Með áframhaldandi vinnu við lækkun skulda verður vonandi hægt á komandi kjörtímabili að hefja framkvæmdir til uppbyggingar. Það er ósk mín kæri kjósandi að þú setjir X við H á kjördag og það mun verða markmið mitt að leggja áherslu á fegrun og markaðssetningu bæjarins ásamt því að stuðla að bættu og fallegu samfélagi þar sem öllum líður vel.

„Okkur sem annt er um bæinn okkar, setjum x við H á kjördag“
 
Helga Björk Stefánsdóttir,
2. sæti H-listans
Lista fólksins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024