Sólarhringsvakt hjá FÍB um helgina
Þjónustuvakt FÍB verður allan sólarhringinn um verslunarmannahelgina í síma 5-112-112.
Hjálparþjónusta FÍB miðast við að aðstoða bílaeigendur á ferðalagi sem þurfa á þjónustu bílaverkstæðis að halda eða vanta varahluti. FÍB aðstoðarbílar verða á fjölförnustu leiðum og umboðsmenn félagsins og samstarfsaðilar um allt land eru í viðbragðsstöðu.
Fjölmargir samstarfs- og þjónustuaðilar FÍB í bílgreininni verða ýmist í fullu starfi eða í viðbragðsstöðu um helgina. Víða um land eru verkstæðin opin vegna neyðarþjónustu.