Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 11. nóvember 2004 kl. 13:28

Slök vinnubrögð

Ég var að fara erlendis og ákvað að setja bílinn minn á sölu hjá Toyota Reykjanesbæ. Ég var í burtu í 2 vikur og þegar ég kom heim fór ég að sækja bílinn minn. Þegar ég fékk lykilinn af bílnum var búið að líma utan um plasthaldið á lyklinum þar sem það hafði brotnað. Ég hugsaði svo sem ekki mikið út í það en hélt út að bílnum og þá virkaði ekki fjarstýringin til að opna bílinn þannig að ég opnaði hann á gamla mátann. Þegar ég ætlaði að starta bílnum var allt fast, stýrið haggaðist ekki og ekki heldur lykillinn í svissinum. Eftir langa stund snérist loks lykillinn en þá var enginn straumur á bílnum, trúlega hafa ljósinn verið skilin eftir á eftir prufuakstur. Ég náði mér því í straum og þá fór þjófavarnarkerfið að flauta. Ég kom honum í gang og drap á þjófarvarnarkerfinu. Ekki nóg með allt þetta vesen en þá var líka búið að brjóta handfangið af geymsluhólfi sem staðsett er undir stýrinu. Hér var ég alveg hættur að skilja hvað væri í gangi og rauk því inn og spurði í hverju bíllinn hefði lent?

Framkvæmdarstjórinn og sölumaður ypptu öxlum og sögðu ekkert. Ég fór þá yfir málið og svarið sem ég fékk var að lykillinn hefði verið svona þegar ég kom með hann, sem er ekki rétt. Sölumaðurinn braut handfangið undir stýrinu þegar hann ætlaði að opna húddið á bílnum til að gefa honum straum þegar einhver vildi prufukeyra bílinn, en þetta var einfaldlega ekki rétt handfang. Sölumaðurinn sagði að hann hefði „rétt” tekið í handfangið og þeir hjá Toyota Reykjanesbæ földu sig á bak við það að handfangið hefði verið orðið lélegt. Ég sagði að þetta næði ekki nokkurri átt og krafðist bóta. Framkvæmdastjóri hjá Toyota Reykjanesbæ sagði að það væri ekki að ræða það að hann gerði við nokkuð þar sem greinilegt væri að bíllinn væri einfaldlega lélegur. Ég fór út í fússi og er enn að átta mig á þessum ótrúlegu vinnubrögðum.

Ekki nóg með að þeim hafi ekki tekist að selja fyrir mig bílinn og fá hjá mér sölulaun þá sit ég uppi með að þurfa að gera við bílinn fyrir um 15.000 kr. fyrir það eitt að biðja Toyota Reykjanesbæ að selja fyrir mig einn bíl. Suðurnesjamenn, varið ykkur á því hver mun sjá um að selja fyrir þig bílinn.”

Kveðja, Gunnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024