Sláandi niðurstaða
„Er það rétt, Ólafur, að fjölskylda mín; ég, kona mín og börnin tvö, hafi aukið skuldir heimilisins um heilar 828 þúsund krónur á síðustu fimm árum?“ Þessari spurningu var beint til mín um daginn, þegar ég var á ferð um miðbæinn. Það kom dálítið á mig, því sá sem spurði, var mér ekki nákunnugur og ég vissi ekkert um einkafjármál hans eða fjölskyldu hans. Ég vissi að vísu að hann var fæddur og uppalinn í Keflavík, síðar Reykjanesbæ, og hann og flest hans fólk hafði fylgt Sjálfstæðisflokknum að málum. Ég hváði því og spurði manninn hvað hann ætti við. Og svarið lét ekki á sér standa: „Ég var nefnilega að reikna það út um daginn, hvað skuldaaukningin hjá Reykjanesbæ á árunum 1996-2000 þýddi fyrir hvert mannsbarn í bænum og niðurstaðan var sláandi: Heilar 207 þúsund krónur á hvern íbúa bæjarins í auknar skuldir á eingöngu fimm árum. Hvar endar þetta?“ spurði svo maðurinn.
Ég svaraði honum því til, að við jafnaðarmenn í bæjarstjórninni hefðu varað meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar við þessari ábyrgðarlausu fjármálastjórn árum saman, en fulltrúar meirihlutans ævinlega svarað því að allt væri í stakasta lagi. En svo gat ég ekki
stillt mig og spurði manninn á móti: „En hefur þú ekki stutt Sjálfstæðisflokkinn og er það ekki hann sem er ábyrgur fyrir þessum stórauknu skuldum á hvern einasta íbúa í bæjarfélaginu?“
Ég bjóst satt að segja við því að maðurinn myndi firrtast við, en það var öðru nær. Það var eins og hann hefði búist við þessari spurningu, eða að minnsta kosti velt þessu álitamáli alvarlega fyrir sér. Hann svaraði og sagði: „Það er satt og rétt, Ólafur. Ég hef stutt sjálfstæðismennina í
gegnum árin. En ekki lengur. Nú er komið nóg. Þeir fá ekki mitt atkvæði eða frá minni fjölskyldu í næstu kosningum. Þeir hafa verið of lengi við völd og láta nú reka á reiðanum. Enda efstu menn á listanum að gefast upp. Nú vil ég breytingar. Og hver veit, Ólafur, nema þið jafnaðarmenn
fáið minn stuðning í kosningunum eftir ár.“
Hallar á verri veginn
Við skildum í vinsemd og ég velti fyrir mér þessu samtali okkar. Það var allt satt og rétt sem þessi sveitungi minn hafði sagt og vissulega voru tölurnar um hinar stórauknu skuldir sveitarfélagsins og þar með allra bæjarbúa, alveg hárréttar. Ég rifjaði upp með sjálfum mér hinar
mörgu ræður sem við fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórninni höfum haldið á síðustu árum um lausatökin hjá meirihlutanum við stjórn bæjarfélagsins. Kannski voru okkar viðvörunarorð að ná eyrum bæjarbúa. Því það var auðvitað alveg laukrétt hjá þessum viðmælanda mínum, að
skuldir Reykjanesbæjar borga engir nema íbúar sveitarfélagsins sjálfs. Já, það er nöturleg staðreynd, að á aðeins fimm árum hafa skuldir á hvert mannsbarn í Reykjanesbæ farið úr sem svarar 160 þúsund krónum á hvern íbúa á árinu 1996 í 367 þúsund krónur á árinu 2000. Og enn hallar á hina verri hlið á yfirstandandi ári. Í raun og sanni er þessi hryggðarmynd enn verri, því inn í þessar skuldatölur eru ekki teknar skuldir Hafnarsamlags Suðurnesja upp á samtals 1025 milljónir (einnmilljarðtuttuguogfimmmilljónir) ellegar skuldbindingar upp á 900 milljónir vegna Reykjaneshallarinnar.
Hvar er uppbyggingin?
En skyldi ástæðan fyrir þessari skuldaaukningu ekki vera gífurlegar framkvæmdir af bæjarfélagsins hálfu? Má ekki ætla að gatnagerðarframkvæmdir og kostnaður við að brjóta ný hverfi til byggðar, hafi orsakað þetta? Hefur ekki orðið gífurleg fólksfjölgun í bæjarfélaginu? Nei, því miður. Í miðju góðærinu,t.d. á árinu 2000, þegar byggingar spruttu upp eins og gorkúlur á suðvesturhorni landsins, þá var eingöngu úthlutað fjórum lóðum til einstaklinga í Reykjanesbæ! Segir og skrifa: Einvörðungu fjórum einstaklingum fengu lóðarúthlutun á síðasta ári. Það ár var metár hvað varðar sementssölu. Hver skyldi ástæðan vera fyrir þessu. Meðal annars
fyrirhyggjuleysi varðandi skipulag nýrra hverfa. Mikill fjöldi íbúa Reykjanesbæjar, Suðurnesjamanna og annarra landsmanna hafa vafalaust haft áhuga á því að reisa sér nýtt framtíðarheimili í Reykjanesbæ. En það var ekki hægt. Framboð á lóðum til einstaklinga var ekki til staðar. Þannig að ekki var þensla á þessum vettvangi ástæðan fyrir öfugþróun fjármálanna.
Kraft í stað máttleysis
Sannleikurinn er sá, að núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er orðinn lúinn og þreyttur. Metnaðinn og kraftinn vantar. Þessir flokkar eru orðnir leiðir hvor á öðrum, og bæjarfulltrúar þeirra orðnir hugmyndasnauðir og kraftlausir við stjórn bæjarmálanna. Mín tilfinning er sú, að meirihluti bæjarbúa sé einnig búinn að fá nóg af þeim. Ekki bara sveitungi minn, sjálfstæðismaðurinn sem nú er orðinn fyrrverandi sjálfstæðismaður, sem ég gat um í upphafi þessarar greinar.
Við jafnaðarmenn lofum engum kraftaverkalausnum við stjórn bæjarmálanna. En við viljum taka þau föstum tökum. Bæði fjármálin og ekki síður markvissa uppbyggingu nýrra hverfa fyrir íbúa og atvinnulíf. Það er verk að vinna í Reykjanesbæ. Til þeirra verka þarf kraftmikla og stefnufasta fulltrúa í meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Við Samfylkingarmennn munum bjóða upp á þann valkost í kosningunum sem fram fara eftir eitt ár. Oft var þörf á umskiptum til hins betra í
bæjarmálunum - nú er það nauðsyn.
Ólafur Thordersen, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Ég svaraði honum því til, að við jafnaðarmenn í bæjarstjórninni hefðu varað meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar við þessari ábyrgðarlausu fjármálastjórn árum saman, en fulltrúar meirihlutans ævinlega svarað því að allt væri í stakasta lagi. En svo gat ég ekki
stillt mig og spurði manninn á móti: „En hefur þú ekki stutt Sjálfstæðisflokkinn og er það ekki hann sem er ábyrgur fyrir þessum stórauknu skuldum á hvern einasta íbúa í bæjarfélaginu?“
Ég bjóst satt að segja við því að maðurinn myndi firrtast við, en það var öðru nær. Það var eins og hann hefði búist við þessari spurningu, eða að minnsta kosti velt þessu álitamáli alvarlega fyrir sér. Hann svaraði og sagði: „Það er satt og rétt, Ólafur. Ég hef stutt sjálfstæðismennina í
gegnum árin. En ekki lengur. Nú er komið nóg. Þeir fá ekki mitt atkvæði eða frá minni fjölskyldu í næstu kosningum. Þeir hafa verið of lengi við völd og láta nú reka á reiðanum. Enda efstu menn á listanum að gefast upp. Nú vil ég breytingar. Og hver veit, Ólafur, nema þið jafnaðarmenn
fáið minn stuðning í kosningunum eftir ár.“
Hallar á verri veginn
Við skildum í vinsemd og ég velti fyrir mér þessu samtali okkar. Það var allt satt og rétt sem þessi sveitungi minn hafði sagt og vissulega voru tölurnar um hinar stórauknu skuldir sveitarfélagsins og þar með allra bæjarbúa, alveg hárréttar. Ég rifjaði upp með sjálfum mér hinar
mörgu ræður sem við fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórninni höfum haldið á síðustu árum um lausatökin hjá meirihlutanum við stjórn bæjarfélagsins. Kannski voru okkar viðvörunarorð að ná eyrum bæjarbúa. Því það var auðvitað alveg laukrétt hjá þessum viðmælanda mínum, að
skuldir Reykjanesbæjar borga engir nema íbúar sveitarfélagsins sjálfs. Já, það er nöturleg staðreynd, að á aðeins fimm árum hafa skuldir á hvert mannsbarn í Reykjanesbæ farið úr sem svarar 160 þúsund krónum á hvern íbúa á árinu 1996 í 367 þúsund krónur á árinu 2000. Og enn hallar á hina verri hlið á yfirstandandi ári. Í raun og sanni er þessi hryggðarmynd enn verri, því inn í þessar skuldatölur eru ekki teknar skuldir Hafnarsamlags Suðurnesja upp á samtals 1025 milljónir (einnmilljarðtuttuguogfimmmilljónir) ellegar skuldbindingar upp á 900 milljónir vegna Reykjaneshallarinnar.
Hvar er uppbyggingin?
En skyldi ástæðan fyrir þessari skuldaaukningu ekki vera gífurlegar framkvæmdir af bæjarfélagsins hálfu? Má ekki ætla að gatnagerðarframkvæmdir og kostnaður við að brjóta ný hverfi til byggðar, hafi orsakað þetta? Hefur ekki orðið gífurleg fólksfjölgun í bæjarfélaginu? Nei, því miður. Í miðju góðærinu,t.d. á árinu 2000, þegar byggingar spruttu upp eins og gorkúlur á suðvesturhorni landsins, þá var eingöngu úthlutað fjórum lóðum til einstaklinga í Reykjanesbæ! Segir og skrifa: Einvörðungu fjórum einstaklingum fengu lóðarúthlutun á síðasta ári. Það ár var metár hvað varðar sementssölu. Hver skyldi ástæðan vera fyrir þessu. Meðal annars
fyrirhyggjuleysi varðandi skipulag nýrra hverfa. Mikill fjöldi íbúa Reykjanesbæjar, Suðurnesjamanna og annarra landsmanna hafa vafalaust haft áhuga á því að reisa sér nýtt framtíðarheimili í Reykjanesbæ. En það var ekki hægt. Framboð á lóðum til einstaklinga var ekki til staðar. Þannig að ekki var þensla á þessum vettvangi ástæðan fyrir öfugþróun fjármálanna.
Kraft í stað máttleysis
Sannleikurinn er sá, að núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er orðinn lúinn og þreyttur. Metnaðinn og kraftinn vantar. Þessir flokkar eru orðnir leiðir hvor á öðrum, og bæjarfulltrúar þeirra orðnir hugmyndasnauðir og kraftlausir við stjórn bæjarmálanna. Mín tilfinning er sú, að meirihluti bæjarbúa sé einnig búinn að fá nóg af þeim. Ekki bara sveitungi minn, sjálfstæðismaðurinn sem nú er orðinn fyrrverandi sjálfstæðismaður, sem ég gat um í upphafi þessarar greinar.
Við jafnaðarmenn lofum engum kraftaverkalausnum við stjórn bæjarmálanna. En við viljum taka þau föstum tökum. Bæði fjármálin og ekki síður markvissa uppbyggingu nýrra hverfa fyrir íbúa og atvinnulíf. Það er verk að vinna í Reykjanesbæ. Til þeirra verka þarf kraftmikla og stefnufasta fulltrúa í meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Við Samfylkingarmennn munum bjóða upp á þann valkost í kosningunum sem fram fara eftir eitt ár. Oft var þörf á umskiptum til hins betra í
bæjarmálunum - nú er það nauðsyn.
Ólafur Thordersen, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar.