Skýr valkostur til vinstri
Vinstri græn bjóða nú fram í 13 sveitarfélögum um land allt sem sýnir þá miklu sókn sem flokkurinn er í og þann hljómgrunn sem skýrar áherslur hans eiga hjá fólki.
Í Reykjanesbæ býður flokkurinn nú fram í fyrsta skipti. Fyrir á fleti í bæjarstjórninni eru; Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin. Sýn þessara framboða er í grundvallaratriðum ólík sýn Vinstri grænna og verður nú vikið að þeim mun í örfáum orðum.
Sjálfstæðisflokkurinn
Í stað þess að virkja mannauðinn eins og Vinstri græn leggja til hafa Sjálfstæðismenn alltaf lagt alla áherslu á að erlend ríki og stórfyrirtæki sjái um atvinnumálin á Suðurnesjum. Þeir aðilar setja ekki hagsmuni bæjarbúa í fyrsta sæti þegar á reynir eins og menn þekkja.
En þrátt fyrir fagurgala og loforð um atvinnu hafa sjálfstæðismenn ekki skapað atvinnutækifæri. Menn muna stórkarlalegar ræður og greinar manna einsog Böðvars Jónssonar fyrir síðustu kosningar þar sem fullyrt var að svokölluð stálpípuverksmiðja væri svo gott sem í höfn.
Í meirihlutatíð Sjálfstæðisflokksins hafa flestar fasteignir bæjarins hafa verið settar inn í eignarhaldsfélagið Fasteign ehf. og endurleigir sveitarfélagið eignirnar á okurverði af eignarhaldsfélaginu eins og kunnugt er. Upphafleg var rætt um að fjármunirnir yrðu notaðir til þess að greiða niður skuldir. Sjálfstæðismenn kusu hinsvegar að pissa í skóinn og reyna að slá sig til riddara með því að strá þessum peningum um sig í hinar og þessar framkvæmdir sem vissulega hafa fegrað og bætt bæinn en eftir situr stórskuldugt bæjarfélag.
Framfylkingin
Til höfuðs Sjálfstæðisflokknum var settur sambræðingur Framsóknarflokks og Samfylkingar. Engu er líkara en að Framsóknarflokkurinn í Reykjanesbæ sé á góðri leið með að innlima Samfylkinguna í sínar raðir. Í grein Eysteins Eyjólfssonar, formanns Samfylkingarfélagsins í Reykjanesbæ í Víkurfréttum þann 8.05 lofar hann Halldór Ásgrímsson í hástert enda “alvöru leiðtogi” þar á ferð.
Í málefnavinnu A-listans ríður framsóknarmennskan húsum. Þau hafa staðið fyrir matreiðslunámskeiði og fleira skemmtilegu en minna fer fyrir því að taka afstöðu til raunverulegra mála. Þau gapa upp í álfurstana með óljósum fyrirvörum og bukta sig fyrir hernum. Ekki er minnst á viðskilnað hans, hvort heldur er hreinsun svæðisins eða annað. Þar liggja þó ófá ársverk.
Fyrir utan það að taka við ýmsum verkefnum af ríkinu þá er helsta baráttumál A-listans að kaupa aftur fasteignir bæjarins af eignarhaldsfélaginu Fasteign ehf. Þetta er óvitlaus hugmynd enda leigir bærinn eignirnar aftur á okurverði eins og fyrr var sagt. Málflutningur A-lista manna skortir hinsvegar trúverðugleika því bæjarfulltrúar þeirra samþykktu þessa tilhögun mála öll sem eitt á sínum tíma.
Hreinar línur
Vinstri græn leggja áherslu á að reka Reykjanesbæ sem samfélag en ekki fyrirtæki þar sem leiðarljósin eru jafnrétti og félagslegt réttlæti.
Í atvinnumálum leggja Vinstri græn áherslu á að hafna álveri og undirlægjuhætti gagnvart hernum og leggja áherslu á að ýta undir hugvit í atvinnumálum þar sem fjölbreytni er lykilorðið. Yfirgnæfandi meirihluti nýrra starfa verður til í nýjum smáum og meðalstórum fyrirtækjum.
Mörg tækifæri felast í fjölbreyttri ferðaþjónustu og menningu, hágæða matvælaframleiðslu og matvælaiðnaði, vatnsútflutningi, lyfja- og heilsuvöruiðnaði, vistvænum orkubúskap, hugvits- og þekkingargreinum, listiðnaði og handverki, iðnaði og þjónustu margs konar.
Framboð Vinstri grænna hefur fengið mikinn meðbyr í bænum enda er málefnastaðan sterk og sterkur listi á bak við hana. Herslumuninn vantar upp á að ná inn oddvita listans, Sigurði Eyberg. Sigurður er heilsteyptur maður og fylginn sér. Enginn sem til hans þekkir efast um heilindi hans. Hvert atkvæði telur. Þitt X við V á kjördag gæti ráðið úrslitum.
Hrafnkell Tumi Kolbeinsson
Í Reykjanesbæ býður flokkurinn nú fram í fyrsta skipti. Fyrir á fleti í bæjarstjórninni eru; Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin. Sýn þessara framboða er í grundvallaratriðum ólík sýn Vinstri grænna og verður nú vikið að þeim mun í örfáum orðum.
Sjálfstæðisflokkurinn
Í stað þess að virkja mannauðinn eins og Vinstri græn leggja til hafa Sjálfstæðismenn alltaf lagt alla áherslu á að erlend ríki og stórfyrirtæki sjái um atvinnumálin á Suðurnesjum. Þeir aðilar setja ekki hagsmuni bæjarbúa í fyrsta sæti þegar á reynir eins og menn þekkja.
En þrátt fyrir fagurgala og loforð um atvinnu hafa sjálfstæðismenn ekki skapað atvinnutækifæri. Menn muna stórkarlalegar ræður og greinar manna einsog Böðvars Jónssonar fyrir síðustu kosningar þar sem fullyrt var að svokölluð stálpípuverksmiðja væri svo gott sem í höfn.
Í meirihlutatíð Sjálfstæðisflokksins hafa flestar fasteignir bæjarins hafa verið settar inn í eignarhaldsfélagið Fasteign ehf. og endurleigir sveitarfélagið eignirnar á okurverði af eignarhaldsfélaginu eins og kunnugt er. Upphafleg var rætt um að fjármunirnir yrðu notaðir til þess að greiða niður skuldir. Sjálfstæðismenn kusu hinsvegar að pissa í skóinn og reyna að slá sig til riddara með því að strá þessum peningum um sig í hinar og þessar framkvæmdir sem vissulega hafa fegrað og bætt bæinn en eftir situr stórskuldugt bæjarfélag.
Framfylkingin
Til höfuðs Sjálfstæðisflokknum var settur sambræðingur Framsóknarflokks og Samfylkingar. Engu er líkara en að Framsóknarflokkurinn í Reykjanesbæ sé á góðri leið með að innlima Samfylkinguna í sínar raðir. Í grein Eysteins Eyjólfssonar, formanns Samfylkingarfélagsins í Reykjanesbæ í Víkurfréttum þann 8.05 lofar hann Halldór Ásgrímsson í hástert enda “alvöru leiðtogi” þar á ferð.
Í málefnavinnu A-listans ríður framsóknarmennskan húsum. Þau hafa staðið fyrir matreiðslunámskeiði og fleira skemmtilegu en minna fer fyrir því að taka afstöðu til raunverulegra mála. Þau gapa upp í álfurstana með óljósum fyrirvörum og bukta sig fyrir hernum. Ekki er minnst á viðskilnað hans, hvort heldur er hreinsun svæðisins eða annað. Þar liggja þó ófá ársverk.
Fyrir utan það að taka við ýmsum verkefnum af ríkinu þá er helsta baráttumál A-listans að kaupa aftur fasteignir bæjarins af eignarhaldsfélaginu Fasteign ehf. Þetta er óvitlaus hugmynd enda leigir bærinn eignirnar aftur á okurverði eins og fyrr var sagt. Málflutningur A-lista manna skortir hinsvegar trúverðugleika því bæjarfulltrúar þeirra samþykktu þessa tilhögun mála öll sem eitt á sínum tíma.
Hreinar línur
Vinstri græn leggja áherslu á að reka Reykjanesbæ sem samfélag en ekki fyrirtæki þar sem leiðarljósin eru jafnrétti og félagslegt réttlæti.
Í atvinnumálum leggja Vinstri græn áherslu á að hafna álveri og undirlægjuhætti gagnvart hernum og leggja áherslu á að ýta undir hugvit í atvinnumálum þar sem fjölbreytni er lykilorðið. Yfirgnæfandi meirihluti nýrra starfa verður til í nýjum smáum og meðalstórum fyrirtækjum.
Mörg tækifæri felast í fjölbreyttri ferðaþjónustu og menningu, hágæða matvælaframleiðslu og matvælaiðnaði, vatnsútflutningi, lyfja- og heilsuvöruiðnaði, vistvænum orkubúskap, hugvits- og þekkingargreinum, listiðnaði og handverki, iðnaði og þjónustu margs konar.
Framboð Vinstri grænna hefur fengið mikinn meðbyr í bænum enda er málefnastaðan sterk og sterkur listi á bak við hana. Herslumuninn vantar upp á að ná inn oddvita listans, Sigurði Eyberg. Sigurður er heilsteyptur maður og fylginn sér. Enginn sem til hans þekkir efast um heilindi hans. Hvert atkvæði telur. Þitt X við V á kjördag gæti ráðið úrslitum.
Hrafnkell Tumi Kolbeinsson