Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Skýr forysta, innri ró, hamingja og stjórnmál
Föstudagur 28. febrúar 2014 kl. 10:16

Skýr forysta, innri ró, hamingja og stjórnmál

Með árunum hef ég uppgötvað að innri ró og hamingja eykst og endurnýjast eingöngu við að láta gott af sér leiða en minnkar fljótt við persónuníð og hatur. Skuldbindingar hjartans geta bara verið góðar. Í pólitík er umhverfið oft andsnúið þessari heimspeki. Menn skiptast í lið og höggva með beittum sverðum orða, skrifa og gjörða svo úr blæðir. Þetta getur jafnvel gerst í prófkjörum samherja, hvað þá harðri kosningabaráttu eða í daglegu pólitísku starfi. Verkefni okkar er að breyta þessu!

Það er líklega af tómri eigingirni sem ég held þessu fram: Ég vil varðveita innri ró og hamingju og óska öllum öðrum hins sama. Um leið vil ég markviss vinnubrögð, skýra sýn, markmið og útfærslu þeirra.

Rökræður verða betri, ákvarðanir verða betri. Innri kraftur manns verður ósviknari.

Þannig gerum við Reykjanesbæ sterkari. Þannig vil ég leiða öflugan hóp til góðra verka.

Ég hvet þau sem vilja vinna áfram með okkur að þessum markmiðum að sýna það í verki. Það verða mikilvægar kosningar í vor.

Sá sem leiðir þarf að hafa óskorað umboð. Ég er áfram reiðubúinn. Prófkjör sjálfstæðisfólks er á morgun, í Stapa.

Árni Sigfússon
bæjarstjóri

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024