Skólaþing í Gerðaskóla
Skólaþing verður haldið í Gerðaskóla í Garði fimmtudaginn 26. apríl kl. 19:30. Þar gefst Garðbúum einstakt tækifæri til að móta skólastefnu fyrir Garðinn. Rætt verður um stefnu leikskólans, grunnskólans, tónlistarskólans og stefnu í samstarfi skólanna og annarrar æskulýðsstarfsemi bæjarins.
Að lokinni þingsetningu flyttur Ólafs H. Jóhannsson, aðjunkt við Kennaraháskóla Íslands, erindi þar sem hann ræðir um mótun skólastefnu, tilgang hennar og markmið.
Starfshópar þingsins verða kynntir og fram fer hugstormun úr sal um áherslur sveitarfélagsins í skólamálum. Þátttakendur velja sér starfshóp og eftir stutta kynningu á niðurstöðum hópa og á frekari vinnu við gerð skólastefnunnar verður skólaþingi slitið um kl. 22:00.
Það er von skólanefndar að sem flestir Garðbúar nýti sér tækifærið til að hafa áhrif á mótun stefnu bæjarins í þessum mikilvæga málaflokki.