Skólarnir byrja og lúsin kemur!
Nú fara skólarnir senn að byrja og þá má jafnframt fara að búast við því að bréf berist heim með börnum sem eru í leikskólum og skólum um að vart hafi orðið við lús. Það eru fæstir sem vilja fá þessi “gæludýr” inn á heimili sín og hafa þau í gegnum árin verið bendluð við sóðaskap og óhreinindi, en staðreyndin er sú að lúsin sækir mun frekar í hreint hár en óhreint. Það er samt ekki ástæða til að hætta að þvo börnum okkar um hárið.Það sem við getum gert til að undirbúa okkur er að kaupa lúsakamb og eiga, en lúsakambar fást í öllum apótekum. Einnig hefur verið rætt um að Tetrjáarolía (TeaTree Oil) sé fráhrindandi fyrir lúsina bæði í sjampói og í dropaformi. Það eru einnig til önnur náttúruleg efni í apótekum bæjarins, frá Austurbakka t.d., sem eiga að gefa einhverja vörn gegn þessum óvelkomna gesti.
Höfum líka í huga að lúsin berst oft á milli barna með hárburstum, höfuðfötum og yfirhöfnum. Brýnum það fyrir börnunum að fá ekki lánaða hárbursta eða greiður hjá öðrum, geyma húfurnar innan í ermum á jökkum og úlpum þegar yfirhafnir eru geymdar á snögum/í fatahengi.
Svo er bara að vona það besta og takast á við það sem að höndum ber, vitandi að við höfum þó gert það sem í okkar valdi er.
Ef einhverjar spurningar varðandi lúsina vakna er hægt að hringja í síma 860-0161 milli kl. 8 og 16 alla virka daga eða senda tölvupóst á [email protected].
Með kveðju
Sif Gunnarsdóttir, deildarstjóri skólaheilsugæslu
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Höfum líka í huga að lúsin berst oft á milli barna með hárburstum, höfuðfötum og yfirhöfnum. Brýnum það fyrir börnunum að fá ekki lánaða hárbursta eða greiður hjá öðrum, geyma húfurnar innan í ermum á jökkum og úlpum þegar yfirhafnir eru geymdar á snögum/í fatahengi.
Svo er bara að vona það besta og takast á við það sem að höndum ber, vitandi að við höfum þó gert það sem í okkar valdi er.
Ef einhverjar spurningar varðandi lúsina vakna er hægt að hringja í síma 860-0161 milli kl. 8 og 16 alla virka daga eða senda tölvupóst á [email protected].
Með kveðju
Sif Gunnarsdóttir, deildarstjóri skólaheilsugæslu
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja