Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Skólamál fatlaðra
Sunnudagur 19. maí 2013 kl. 08:00

Skólamál fatlaðra

Ég man eftir því þegar ég útskrifaðist úr grunnskóla hvað það var mikil spenna og undirbúningur í kringum það, m.a. að fara í vettvangsferðir, læra fyrir samræmdu prófin, skrifa umsókn til þess að komast í framhaldsskóla og ná að klára skólann með prýði, það tókst og ég útskrifaðist úr grunnskóla árið 2005.

Það var stór breyting fyrir mig að byrja í framhaldsskóla, kynnast nýju fólki, þroskast og verða fullorðinn. Ég byrjaði í Fjölbrautaskóla Suðurnesja haustið 2005 og fór í nám á starfsbraut og tók líka almenn fög, m.a. ensku, sögu, leiklist, sálfræði, félagsfræði og líffræði. Námið tók mig 4 ár og ég útskrifaðist árið 2009 með 50 öðrum nemendum sem útskrifuðust af mismunandi brautum, meðal annars bróðir minn sem varð stúdent af tölvufræðibraut. Ég mun aldrei gleyma framhaldsskólaárunum og öllu fólkinu sem ég kynntist, reynslan þaðan verður alltaf djúpt í hjarta mínu og ég sakna oft þess að vera þarna, en svo tekur auðvitað lífið við og allt sem fylgir því.

Draumurinn minn er að ná að stunda fullt nám í háskóla í leiklist en til þess að ég geti það verður margt að breytast í þessu samfélagi, til dæmis ferðaþjónusta. Ég fæ úthlutað frá Reykjanesbæ tveimur ferðum í mánuði til Reykjavíkur, ein til þess að fara til læknis og hin til þess að fara í skemmtiferð, svo sem bíó, leikhús, djamm eða fara í mataboð hjá vinum og ættingjum. Það eru bara ekki nóg af ferðum til þess að stunda nám í háskóla, ferðaþjónustan sér um akstur fyrir mig til þess að komast á milli staða. Svo var ég að heyra að það er engin útskriftarathöfn fyrir fatlaða nemendur í starfstengdu diplómanámi í Háskóla Íslands, það er sú stefna að aðeins þeir sem útskrifast með BA/BS gráður og meistarapróf verði við útskriftarathöfnina og að þetta eigi að spara tíma. Það vill svo til að þetta er æðsta menntunarstig sem stendur fötluðum nemendum í diplómanámi til boða. Ég vil bara segja að lokum að ég vona að menntunarkerfið taki öllu fólki jöfnu sama hver manneskjan er.

Kær kveðja, Frikki Gumm

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024