Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Föstudagur 28. febrúar 2003 kl. 10:03

Skoðar málin með stuðningsmönnum um helgina

Eins og greint var frá í fréttum í gær hafnaði miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ósk Kristjáns Pálssonar um að fá leyfi til að bjóða fram undir merkjum DD. Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum segir að miðstjórn hafi hafnað erindinu m.a. með vísan til samskonar afstöðu til slíkra erinda áður. Í tilkynningunni segir að miðstjórnin lýsi þeirri von sinni að ekki komi til óeiningar milli sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og hvatt er til samstöðu um Sjálfstæðisflokkinn og stefnu hans. Á fundi sínum í gær samþykkti miðstjórnin að fela framkvæmdastjóra flokksins að gera tillögu að sérstökum starfsreglum fyrir kjörnefndir Sjálfstæðisflokksins, bæði fyrir sveitarstjórnar-og alþingiskosningar.
Kristján Pálsson sagði í samtali við Víkurfréttir að hann og stuðningsmenn hans ætluðu sér að skoða málin um helgina: „Ég mun fara yfir þessi mál með stuðningsmönnum mínum um helgina og ég býst við því að ákvörðun liggi fljótlega fyrir. Ég finn fyrir miklum stuðningi frá íbúum Suðurnesja, en það er ljóst að ákvörðun verður að liggja fljótlega fyrir því ef ákvörðun verður tekin um sérframboð þarf að hefjast handa,“ sagði Kristján.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024