Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Skiptir máli hvaðan gott kemur?
Mánudagur 15. janúar 2007 kl. 17:42

Skiptir máli hvaðan gott kemur?

Vinnuvernd harmar viðbrögð formanns Hjartaheilla á Suðurnesjum, Hjálmars Árnasonar, vegna aðkomu fyrirtækisins að "Heilsueflingu á Suðurnesjum". Orð hans má skilja á þá leið að hann afþakki alfarið þann stuðning sem Vinnuvernd hefur sýnt verkefninu.
Vinnuvernd hefur áður unnið ýmis verkefni fyrir fyrirtæki á Suðurnesjum og hefur nú boðið þeim, ásamt fjölmörgum öðrum, þjónustu við heilsufarsmælingar, fræðslu og eftirfylgni hjartasérfræðings og óskað eftir góðri samvinnu við þá aðila sem að verkefninu koma.
Við lítum svo á að það sé mikilvægt að fyrirtæki á svæðinu velji þá þjónustuaðila sem þau sjálf kjósa til heilsueflingarstarfs og munum við halda okkar góða starfi áfram.
Upphaflegt markmið verkefnisins er að draga úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum íbúa á Suðurnesjum með breyttum lífstíl, aukinni hreyfingu og heilsueftirliti. Það hryggir okkur að það skuli skipta máli hvaðan gott kemur!

Valgeir Sigurðsson
Framkvæmdastjóri

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024