Skip á strandstað, menning eða mengun?
Ákvörðun um að farga Wilson Muuga, sem áður hét Selnes af strandstað á Hvalsnesi gerir nauðsynlegt að skoða möguleika á nýtingu skipsins. Skipið er vel skorðað og stendur rétt í fjörunni og þetta gæti sennilega orðið einn mesti hvalreki sem á land hefur komið á Hvalsnesi. Gott aðgengi að skipinu með V-laga varnargörðum sem myndu verja það fyrir sjávarágangi og gera örugga leið að skipinu. Með þéttingu þeirra mætti halda flóðhæð og mynda lón og gera þar fugla- og bátaparadís.
Afhverju er ekki óskað eftir tillögum á nýtingu skipsins á strandstað? Núna á að setja tugi milljóna í að þétta skipið og sigla því út í óvissuna sem gæti kostað aðra tugi milljóna. Wilson Muuga er smíðað eftir ströngustu reglum til að þola brim og boða. Innréttað fyrir áhöfn með eldhúsi, matsal og öðrum vistarverum. Tækifærin sem þarna gefast eru fjölbreytt, hagnýt og arðsöm ef vel er á haldið. Mikið lestarpláss gefur t.d. möguleika á söfnum, sýningum og rannsóknum ýmis konar, t.d. varðandi sjómennsku, sjávardýr og fugla. Hægt væri að setja upp fullkominn vita á skipinu sem myndi lýsa upp eina erfiðustu siglingarleið landsins og vera staðsettur á besta stað út í brimgarðinum, sem og útbúa aðstöðu fyrir björgunarsveitir og þyrlur til æfinga á raunverulegum strandstað. Landrými er ákjósanlegt og lónið mætti nota fyrir smábáta á legu til að fá líflegri ásýnd.
Óborganleg upplifun væri fyrir ferðamenn að vera út í brimgarði á góðum veitingarstað með mikið víðsýni vegna hæðar skipsins og hafa svo jafnvel möguleika á að fara í land eins og skipsbrotsmenn í línustól eða þá fara í heitt og kalt sjávarbað enda nægur tær sjór og stutt að fara.
Samlegðaráhrif fjölbreyttra möguleika eykur aðsókn og tekjur og er staðsetning skipsins á Hvalsnesi eins og hlekkur í keðju ferðastaða um Reykjanesið. Með vegi um Ósabotna að Stafnsnesi yrði til hringvegur sem tengdi eftirsóknarverða ferðamannastaði saman eins og t.d. Víkingaheima í Reykjanesbæ, Bláa lónið, Saltfisksetrið í Grindavík, fornminjar í Höfnum, Eldvörp, orkuverin í Svartsengi og Reykjanesi og ýmsar aðrar náttúruperlur á svæðinu sem og alþjóðaflugvöllinn á miðju skagans.
Menn keppast um björgun sögulegra verðmæta og mörgu hefur verið bjargað. Menningararfur sjómennsku og útgerðar er best verðveittur um leið og hann legst af, dragnótarbáturinn Baldur KE97 er gott dæmi um það. Staðsettur við Keflavíkurhöfn með góðu aðgengi og lifandi sögu og það mætti telja upp mörg söfn sem laða að þúsundir ferðamanna til að skoða lífshætti liðins tíma um land allt en þar er hvergi kaupskip að finna.
Það er til nóg af peningum og tækifærum en það virðist vanta frumkvöðla til að koma með hugmyndir og framkvæma þær. Nú hefur skipið ekki haggast á strandstað í allan vetur þó svo því hafi verið spáð að það yrði járnhaugur eftir næsta brim. Ástæðan fyrir því að fjarlægja eigi skipið er ótti við mengun, þetta tískuorð er orðið að múgsefjun en það er hægt að misnota eins og margt annað. Þegar byrjað var að bora í Svartsengi kom heitt saltvatn með útfellingum úr borholu. Mengað vatnið gerði grátt hraunið að bláu vatnslóni sem reyndist síðar okkar mesta heilsulind. Umhverfissinnar myndu í dag vegna mengunar og breytinga á landslagi mótmæla svona framkvæmd. Bláa lónið er gott dæmi um hvernig mengun getur snúist í andhverfu sína og orðið að miklu gagni. Ljósanótt, fjölmennasta menningar- og útihátíð á Suðurnesjum er tilkomin vegna hugmyndar um að upplýsa Bergið enda er góð hugmynd oft gulls ígildi. Fjöldi fólks leggur leið sína út á Hvalsnesið til að fylgjast með skipinu á strandstað, það sýnir áhuga og eftirtekt. Hér höfum við tækifæri að gera mengun að menningu með góðum hugmyndum og framtaki.
Jón William Magnússon
Afhverju er ekki óskað eftir tillögum á nýtingu skipsins á strandstað? Núna á að setja tugi milljóna í að þétta skipið og sigla því út í óvissuna sem gæti kostað aðra tugi milljóna. Wilson Muuga er smíðað eftir ströngustu reglum til að þola brim og boða. Innréttað fyrir áhöfn með eldhúsi, matsal og öðrum vistarverum. Tækifærin sem þarna gefast eru fjölbreytt, hagnýt og arðsöm ef vel er á haldið. Mikið lestarpláss gefur t.d. möguleika á söfnum, sýningum og rannsóknum ýmis konar, t.d. varðandi sjómennsku, sjávardýr og fugla. Hægt væri að setja upp fullkominn vita á skipinu sem myndi lýsa upp eina erfiðustu siglingarleið landsins og vera staðsettur á besta stað út í brimgarðinum, sem og útbúa aðstöðu fyrir björgunarsveitir og þyrlur til æfinga á raunverulegum strandstað. Landrými er ákjósanlegt og lónið mætti nota fyrir smábáta á legu til að fá líflegri ásýnd.
Óborganleg upplifun væri fyrir ferðamenn að vera út í brimgarði á góðum veitingarstað með mikið víðsýni vegna hæðar skipsins og hafa svo jafnvel möguleika á að fara í land eins og skipsbrotsmenn í línustól eða þá fara í heitt og kalt sjávarbað enda nægur tær sjór og stutt að fara.
Samlegðaráhrif fjölbreyttra möguleika eykur aðsókn og tekjur og er staðsetning skipsins á Hvalsnesi eins og hlekkur í keðju ferðastaða um Reykjanesið. Með vegi um Ósabotna að Stafnsnesi yrði til hringvegur sem tengdi eftirsóknarverða ferðamannastaði saman eins og t.d. Víkingaheima í Reykjanesbæ, Bláa lónið, Saltfisksetrið í Grindavík, fornminjar í Höfnum, Eldvörp, orkuverin í Svartsengi og Reykjanesi og ýmsar aðrar náttúruperlur á svæðinu sem og alþjóðaflugvöllinn á miðju skagans.
Menn keppast um björgun sögulegra verðmæta og mörgu hefur verið bjargað. Menningararfur sjómennsku og útgerðar er best verðveittur um leið og hann legst af, dragnótarbáturinn Baldur KE97 er gott dæmi um það. Staðsettur við Keflavíkurhöfn með góðu aðgengi og lifandi sögu og það mætti telja upp mörg söfn sem laða að þúsundir ferðamanna til að skoða lífshætti liðins tíma um land allt en þar er hvergi kaupskip að finna.
Það er til nóg af peningum og tækifærum en það virðist vanta frumkvöðla til að koma með hugmyndir og framkvæma þær. Nú hefur skipið ekki haggast á strandstað í allan vetur þó svo því hafi verið spáð að það yrði járnhaugur eftir næsta brim. Ástæðan fyrir því að fjarlægja eigi skipið er ótti við mengun, þetta tískuorð er orðið að múgsefjun en það er hægt að misnota eins og margt annað. Þegar byrjað var að bora í Svartsengi kom heitt saltvatn með útfellingum úr borholu. Mengað vatnið gerði grátt hraunið að bláu vatnslóni sem reyndist síðar okkar mesta heilsulind. Umhverfissinnar myndu í dag vegna mengunar og breytinga á landslagi mótmæla svona framkvæmd. Bláa lónið er gott dæmi um hvernig mengun getur snúist í andhverfu sína og orðið að miklu gagni. Ljósanótt, fjölmennasta menningar- og útihátíð á Suðurnesjum er tilkomin vegna hugmyndar um að upplýsa Bergið enda er góð hugmynd oft gulls ígildi. Fjöldi fólks leggur leið sína út á Hvalsnesið til að fylgjast með skipinu á strandstað, það sýnir áhuga og eftirtekt. Hér höfum við tækifæri að gera mengun að menningu með góðum hugmyndum og framtaki.
Jón William Magnússon