Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 17. október 2000 kl. 16:28

Skert þjónusta vegna fjárskorts

Öldrunar- og heilbrigðismál fengu sitt pláss á fundinum um helgina. Þess var krafist að engar frekari tafir yrðu á byggingu D-álmu og að öldrunarmál yrðu skoðuð niður í kjölin. Í framhaldinu ætti að taka ákvörðun um nýtingu byggingarinnar. Fundurinn krafðist þess einnig að fjárveitingavaldið myndi skapa Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eðlilega og sanngjarnan rekstrargrundvöll og tryggja íbúum þannig trausta þjónustu. „Suðurnesjamenn hafa á undanförnum árum sífellt mátt þola skerta þjónustu stofnunarinnar vegna fjárskorts en aðalfundurinn ítrekar nauðsyn þess að eðlilegt fjármagn verði tryggt til reksturs með framlögum á fjárlögum og/eða með gerð þjónustusamnings.“ Tillagan var samþykkt einhljóða.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024