Skemmtilegir vinningar í kosningahappdrætti VG
Frambjóðendur Vinstri Grænna í Suðurkjördæmi hafa síðustu daga verið að selja miða í kosningahappdrætti VG. Margt glæsilegra vinninga er í happdrættinu eins og sjá má ef vinningaskráin er skoðuð. Þau Atli Gíslason og Ragnheiður Eiríksdóttir, frambjóðendur VF í kjördæminu kíktu á Víkurfréttir og þá var meðfylgjandi mynd smellt af þeim með happdrættismiðann góða.
1. Góða veislu gjöra skal …: Ingi Rafn Hauksson veitingastjóri kennir galdurinn að baki hinu fullkomna matarboði. Fyrir fimm. 35.000 kr.
2. Betri er einn fugl í sigti …: Siglt út á Faxaflóa til svartfuglsveiða með Sigurmari K. Albertssyni hrl. Afli fylgir í neytendaumbúðum, ásamt leyniuppskrift. Fyrir þrjá. 55.000 kr.
3. Fögur er hlíðin …: Gisting og morgunverður í Smáratúni í Fljótshlíð í boði Arndísar S. Sigurðardóttur. Fyrir tvo. 13.000 kr.
4. Sigling um Breiðamerkurlón undir leiðsögn Kristínar G. Gestsdóttur. Nesti á leiðinni. Fyrir fjóra. 30.000 kr.
5. Skák og …: Kvöldstund við taflborðið með Guðfríði Lilju Grétarsdóttur. Manngangur kenndur, ef þarf. Léttar, hjartastyrkjandi veitingar. 50.000 kr.
6. Skrúðsbóndinn sóttur heim …: Skoðunarferð í Skrúð, úti fyrir Fáskrúðsfirði, í boði Magnúsar Stefánssonar. Nesti á leiðinni. Fyrir fimm. 45.000 kr.
7. Höll sumarlandsins …: Atli Gíslason býður í Gryfjuna sína í Grímsnesinu. Gengið um grundir, golfkylfur mundaðar og grill. Fyrir átta. 50.000 kr.
8. Handgerðar ljóðalistaverkabækur eftir Birgittu Jónsdóttur. Tíu bóka sería í sérútgáfu fyrir happdrættið. 50.000 kr.
9. Upp með skóna …: Dagsferð með Ingólfi Á. Jóhannessyni. Gengið um Suðurárbotna. Nesti og veitingar í göngulok. Fyrir fjóra. 45.000 kr.
10. Myndverk eftir Mireyu Samper. 270.000 kr.
11. Að lífið sé skjálfandi …: Svarfaðardalur sóttur heim í boði Ingibjargar Hjartardóttur og Ragnars Stefánssonar. Kvöldverður að svarfdælskum hætti. Gisting. Fyrir fimm. 75.000 kr.
12. Um Eyjar og sund …: Lystisigling við Vestmannaeyjar, um víkur og hella með Ragnari Óskarssyni. Léttar veitingar á leiðinni. Fyrir tvo. 20.000 kr.
13. Björn Valur Gíslason býður í sjóstangaveiði frá Ólafsfirði. Roðlaust og beinlaust grillað í ferðalok. Reiki og orku-punkta-jöfnun að hætti húsráðenda. Fyrir fimm. 75.000 kr.
14. Hver á sér fegra fjallalamb …: Óvissuferð um N-Þingeyjarsýslu með Stefáni Rögnvaldssyni bónda. Nesti og alnorðlensk hangikjötsveisla í lokin. Fyrir fjóra. 50.000 kr.
15. Pandóruboxin opnuð …: Bragi Kristjónsson býður til sögustundar í Bókinni ehf. – fornbókaverslun. 50.000 kr.
16. Gengið á gúmmískóm …: Sagnaferð um Lakagíga með Kára Kristjánssyni landverði. Nesti á leiðinni. Fyrir tíu. 100.000 kr.
17. Í upphafi var orðið …: Hlynur Hallsson spreyjar vel valin slagorð á vegg. 100.000 kr.
18. Enn finnst fljót og ef til vill ormur …: Óvissuferð um Fljótsdalshérað með Þuríði Backman. Krásir að hætti heimamanna. Fyrir fjóra. 50.000 kr.
19. Fröken Reykjavík …: Óræðar slóðir miðborgarinnar þræddar með Birnu Þórðardóttur. Hressing á leiðinni og besta lasagne norðan Modena í lokin! Fyrir sex. 60.000 kr.
20. Sú rödd var svo fögur …: Upptaka á uppáhaldslaginu inn á geisladisk. Heiða (Ragnheiður
Eiríksdóttir) og Elvar Sævarsson stjórna upptöku og spila undir. Keflvískar kaffiveitingar. 30.000 kr.
21. Siðfræðinámskeið í boði Jóhanns Björnssonar heimspekings. Léttar, spaklegar veitingar í lokin. Fyrir tíu. 50.000 kr.
22. Ári minn og kári …: Þór Vigfússon og Hildur Hákonardóttir bjóða á draugaslóðir í Flóanum. Draugasetrið á Stokkseyri sótt heim. Fyrir fimmtán. 67.500 kr.
23. Helgardvöl fyrir fjölskyldu í gestahúsi á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Frjáls afnot af hestum, fiskibáti og öðrum afþreyingarmöguleikum, þar með talinn fjallajeppi. Í boði Steingríms J. Sigfússonar og ábúenda. 75.000 kr.
24. Um blíðan Borgarfjörð …: Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir býður í sumarhús sitt í Reykholtsdal. Gönguferð um Hallmundarhraun og fossbúar sóttir heim. Grillveisla í lokin. Fyrir fjóra. 50.000 kr.
25. Vængjasláttur í upphæðum …: Sagnastund með Einari Má Guðmundssyni rithöfundi. 50.000 kr.
26. Í sátt við skattmann …: Drífa Snædal gengur frá skattframtölum fimm einstaklinga. 60.000 kr.
27. Gisting í Flatey á Breiðafirði fyrir fjölskyldu í boði Álfheiðar Ingadóttur. Kvöld- og morgunverður að Vegamótum. 65.000 kr.
28. Viðfjarðarundur og önnur austfirsk …: Skemmtisigling frá Norðfirði með Árna Steinari Jóhannssyni og Sigríði Stefánsdóttur. Svínasteik að dönskuskotnum hætti. Gisting. Fyrir fimm. 75.000 kr.
29. Heim að Hólum …: Dagsferð í boði Jóns Bjarnasonar á slóðir biskupa og bændahöfðingja. Köldverður að hætti Hólamanna, með ívafi frá Ströndum. Fyrir fimm. 75.000 kr.
30. Handhægur heimilisiðnaður …: Steinunn Þóra Árnadóttir og Stefán Pálsson kenna undirstöðu barmmerkjagerðar. Eitt hundrað merki fylgja, með áletrun eða mynd að eigin vali. Kaffi og meðlæti. Fyrir fimm. 20.000 kr.
31. Á vettvangi glæps …: Katrín Jakobsdóttir leiðir gesti um refilstigu Reykjavíkur. Veitingar að hætti háskakvenda. Fyrir átta. 50.000 kr.
32. Hott, hott …: Hestaferð um Eyrarbakkafjörur með Ölmu Lísu Jóhannsdóttur. Óvæntar uppákomur og grillað í lokin. Fyrir fjóra. 50.000 kr.
33. Hvað er svo glatt …: Grillveisla með öllu tilheyrandi í garðinum hjá Ögmundi Jónassyni, margrómuðum meistara grillsins. Fyrir átta. 50.000 kr.
34. Dansi, dansi dúkkan mín …: Gleðistund með dídsjey Andreu J. 75.000 kr.