Þriðjudagur 1. nóvember 2011 kl. 11:21
Skemmdarverk unnið á bifreið við Borgarveg
Skemmdarverk var unnið á bifreið við Borgarveg í fyrrinótt eða snemma í gærmorgun eins og sést á meðfylgjandi myndum. Ef einhver getur veitt upplýsingar um atburðinn þá vinsamlegast hafið samband við mig í síma 868-3336 eða lögregluna í Keflavík í síma 420-1700.
Kv. Ísak Örn Þórðarson