Sjálfstæðismenn opna skrifstofu
Sjálfstæðismenn opnuðu formlega kosningaskrifstofu sína í Reykjanesbæ á annan í páskum. Skrifstofan er við Hólagötu 15 í Njarðvík og bjóða sjálfstæðismenn upp á súpu í hádeginu alla virka daga fram að kosningum og eru allir velkomnir. Ragnheiður Elín Árnadóttir leiðtogi sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi ávarpaði gesti við opnunina og hvatti sjálfstæðismenn að standa saman í stuttri og snarpri baráttu sem er framundan. Að lokinni opnuninni fóru frambjóðendur flokksins í merkta sjálfstæðisrútu og héldu til Hafnar í Hornafirði. Frambjóðendurnir verða á ferðalagi í rútunni um allt kjördæmið alla vikuna.
Texti og myndir frá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi.