Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Sigurður Jónsson verður sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahrepp
Mánudagur 17. júlí 2006 kl. 22:35

Sigurður Jónsson verður sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahrepp

Sigurður Jónsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Garði, hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Síðastliðinn sextán ár hefur Sigurður gegnt embætti sveitarstjóra og síðar bæjarstjóra í Garði. Þar áður var hann bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmanneyjum, þar sem hann er jafnframt fæddur og uppalinn en hann er liðlega sextugur að aldri.

Sigurður hyggst flytja í Árnes á næstunni ásamt eiginkonu sinni, Ástu Arnmundsdóttur, kennara. Þau eiga saman þrjú uppkomin börn.

Alls sóttu 19 manns um starfið en fráfarandi sveitarstjóri er Ingunn Guðmundsdóttir.

 

Frá þessu er greint á vefnum Sudurland.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024