Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 11. mars 2003 kl. 10:35

Sigurði Jónssyni á Selfossi svarað

Nú fyrir nokkrum dögum síðan birtist í blöðum grein eftir Sigurð Jónsson á Selfossi þar sem hann heldur fram gömlum frasa frá kjörnefndarstarfi í Suðurkjördæmi. Það virðist angra Sigurð að horfa upp á afleiðingar af starfi hans og annarra í kjörnefndinni og til að friða samvisku sína grípur hann til þess ráðs að fara fram á ritvöllinn og halda fram hálfri sögu eða hálfsannleik. Sigurður heldur því fram í grein sinni að Kristján Pálsson hafi í samtali við hann og Ellert Eiríksson sagt að hann óskaði eftir að skipa 1. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og að hann myndi sætta sig við að skipa 2. sætið á eftir Drífu Hjartardóttir, framansagt er rétt eftir Kristjáni haft hann sagði þetta svona enda eðlilegt af honum að líta svo á að hann ætti að skipa annað af þessum sætum. Kristján hlaut betri útkomu úr síðasta prófkjöri en Árni R Árnason í gamla Reykjaneskjördæmi og í gamla Suðurlandskjördæmi var Drífa Hjartardóttir 1. þingmaður Sjálfstæðisflokksins eftir brottför Árna Johnsen af sviðinu. Það sem Sigurður nefnir hinsvegar ekki nú sem fyrr er að Kristján sagði jafnframt að ef hann ætti að taka annað en eitt af þessum tveimur sætum “þyrfti af færa fyrir því sérstök rök við hann”, þessu gleymdu eða slepptu hann og Ellert Eiríksson jafnframt að hafa eftir í kjörnefndinni og því vissu aðrir í kjörnefndinni sem treystu þessum trúnaðarmönnum sjálfstæðisflokksins ekki söguna alla.

Góður samstarfsmaður minn sagði mér um daginn dæmisögu um sannleika og lygi, í þessari sögu sem er of löng til að segja í stuttri grein var megin þemað að oft dugir ekki að segja sannleikann þúsund sinnum til að þurrka út eina lygi. Mér er oft hugsað til þessar dæmisögu þegar ég heyri söguburð og réttlætingar sumra kjörnefndarmanna á því að Kristján Pálsson fékk ekki sæti á listanum. Nú þegar ljós er afleiðing þessa hálf sannleiks þeirra félaga að Kristján Pálsson hyggst fara fram sér er eðlilegt að Sigurður reyni að réttlæta gerðir sínar með því halda hálfsannleiknum á lofti, ef ekki til annars þá til að friða eigin samvisku. Mig langar í niðurlagi að gefa Sigurði ráð sem félagi hans Ellert Eiríksson sagði að ætti að einkenna góða stjórnmálamenn en það er að segja alltaf satt sama hversu sár sannleikurinn er, ég trúi því að hann hafi átt við sannleikann allan ekki bara hálfan.

Valþór S. Jónsson
Njarðvík
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024