Sigríður tilkynnir formlega framboð
Ég hefi ákveðið að gefa kost á mér til framboðs fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi og tilkynni hér með um þátttöku í prófkjöri Samfylkingarinnar sem verður haldið þann 16 nóvember n.k. Ég gef kost á mér í 2.-3. sæti framboðslistans. Ég hefi setið á Alþingi sem þingmaður fyrst Alþýðubandalagsins og síðar Samfylkingarinnar frá l996 og setið í landbúnaðarnefnd og menntamálanefnd.Einnig sat ég í fjárlaganefnd frá 1997-1999. Frá l998 hef ég setið í Norðurlandaráði fyrir Íslands hönd. Þetta kjörtímabil hef ég verið varaformaður Íslandsdeildar ráðsins og sit þar í mennta og menningarmálanefnd.
Mínar bestu kveðjur til ykkar allra
Sigríður Jóhannesdóttir alþingismaður
Faxabraut 41c Reykjanesbæ
Mínar bestu kveðjur til ykkar allra
Sigríður Jóhannesdóttir alþingismaður
Faxabraut 41c Reykjanesbæ