Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Föstudagur 19. janúar 2007 kl. 15:40

Síðasta tækifæri? -styðjum Hjálmar á laugardaginn

Á laugardaginn rennur út síðasta tækifæri okkar Suðurnesjamanna að sinni til að tryggja okkur þingmann.  Prófkjörin tvö, sem búin eru, voru okkur til skammar enda árangurinn eftir því.  Ætlum við að láta það gerast í þriðja sinn að sæti Suðurnesja lendi í óöryggi?  Bara af því við tökum ekki þátt.  Það er undir okkur komið að tryggja fulltrúa Suðurnesja á öruggt sæti.  Til þess verðum við að fjölmenna í prófkjör Framsóknar á laugardaginn. Þetta er síðasta tækifærið á öruggu sæti.  Við getum engum kennt um nema okkur sjálfum ef illa fer.  Mikil smölun er í gangi á Suðurlandi.  Sú smölun getur húrrað Hjálmari niður eftir öllum listanum.  Viljum við það?  Eina svar okkar er að fjölmenna í prófkjörið.  Það er ekki nóg að segjast styðja Hjálmar.  Við verðum að sýna það í verki með því að mæta á laugardaginn.  Stöndum nú einu sinni saman um hagsmuni Suðurnesja.

Ingvi Þór Hákonarson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024