Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Síðan hvenær hætti lögreglan að virka?
Sunnudagur 30. apríl 2006 kl. 22:30

Síðan hvenær hætti lögreglan að virka?

Þannig er mál með vexti að sem íbúi í fjölbýlishúsi hér í Reykjanesbæ er orðinn gáttaður á hegðun fólks.
Hvað hefur orðið um almenna kurteisi og mannasiði?

Að búa í fjölbýlishúsi er að sjálfsögðu annað en að búa í einbýli og maður verður alltaf var við hina íbúana, það er bara eðlilegt miðað við gæði íbúðanna, en helgi eftir helgi eru endalaus læti, brambolt og hávaði frá hinum og þessum íbúðum og það eftir kl.24.

Tillitssemi virðist ekki vera til og lög og reglur um umgegni í sambýli eru einskist virt: Fólk öskrar, ælir, kastar af sér vatni fram af svölum og niður á fótgangendur og bíla; hendir flöskum og sígarettustubbum - hangir meira að segja fram af svölum hótandi því að henda sér niður, o.s.frv.

Þetta er að sjálfsögðu drukkið fólk, sem ekki er nein afsökun. En hvers vegna fólk kýs að haga sér eins og skepnur og án þess að taka nokkurt tillit til annarra íbúa, þar á meðal barna sem þurfa að geta sofið, er umhugsunarefni.

Nú skyldi maður ætla að þrautalendingin sé sú að að hringja á lögregluna þegar skrílslætin keyra úr hófi. En til hvers? Nenni lögreglan að mæta á staðinn þá gerir hún nánast ekkert nema tala við húsráðanda og biðja hann vinsamlegast um að draga úr hávaðanum, þ.e.a.s ef húsráðandinn skellir ekki á nefið á lögreglumönnunum - sem svo aka sneyptir í burtu en djöfulgangurinn heldur áfram á enn meiri dampi en áður. Þrátt fyrir að lög og reglur séu í gildi um fjölbýlishús og maður hefði haldið að lögreglunni bæri að sjá til að þeim sé fylgt - þó ekki væri nema til að tryggja öðru fólki eðlilegan svefnfrið. En svona er Ísland í dag - lögreglan skiptir sér af fólki sem er með óspektir á almannafæri en gerir ekki neitt þótt fáein ölvuð ruddamenni haldi heilli blokk í herkví um miðja nótt. Öðru vísi mér áður brá: Síðan hvenær er lögreglan hætt að mæta á staðinn og hreinsa út úr samkvæmum sem spilla friðhelgi fólks í fjölbýlishúsum?

Íbúi Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024