Sérframboð Kristjáns Pálssonar: Búist við tilkynningu á morgun
Kristján Pálsson hefur ásamt stuðningsmönnum sínum fundað um helgina um hugsanlegt sérframboð Kristjáns. Eins og komið hefur fram í fréttum féllst miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ekki á óskir Kristjáns um að hann gæti boðið fram undir merkjum sérstaks DD framboðs. Kristján sagði í samtali við Víkurfréttir að fundað yrði áfram í dag og í kvöld: „Ég býst við því að ég muni tilkynna ákvörðun mína á morgun.“
VF-ljósmynd: Stuðningsmenn Kristjáns komu saman í haust til að mótmæla ákvörðun kjörnefndar þar sem ekki var gert ráð fyrir Kristjáni á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
VF-ljósmynd: Stuðningsmenn Kristjáns komu saman í haust til að mótmæla ákvörðun kjörnefndar þar sem ekki var gert ráð fyrir Kristjáni á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.