Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Saumastofueigandi fer á límingunum
Mánudagur 14. maí 2012 kl. 23:10

Saumastofueigandi fer á límingunum


Víkurprjón auglýsti eftir starfsfólki í síðasta tölublaði Víkurfrétta, sem kom út fimmtudaginn 10. maí. Umsóknarfrestur er auglýstur til 24. maí. Liðnir eru tveir virkir dagar frá því auglýsingin birtist og enn eftir 10 dagar af umsóknarfrestinum þegar saumustofueigandinn fer á límingunum yfir dræmum viðbrögðum. Á vef Víkurfrétta í dag fer hann mikinn og gefur í skyn að hér sé fólk upp til hópa iðjuleysingjar sem nenni ekki að vinna. „Samkvæmt þessu er ekki að sjá að það sé mikið atvinnuleysi þarna,“ segir saumastofueigandinn og gerir lítið úr atvinnuástandinu á svæðinu. Talar það niður í niðrandi tón.

Enn eru 10 dagar eftir af umsóknarfrestinum, eins og áður sagði. Ekki er tekið á móti umsóknum í síma, segir í auglýsingunni. Veit saumastofueigandinn nema hópur atvinnuleitenda sé einmitt að undirbúa skriflega umsókn? Hefði hann ekki átt að bíða með þessar yfirlýsingar þangað til umsóknarfrestur rynni út?

Kannski vill saumastofueigandinn varpa skýrari ljósi á málin t.d. með því að upplýsa okkur um hversu margir hafa hringt og leitað upplýsinga um kaup og kjör, fyrir utan þessa sem þegar hafa sótt um?

Hann gæti líka tekið ómakið af þeim sem fýsir að fá þessar sjálfsögðu upplýsingar, svona þegar rennur af honum móðurinn, með því að upplýsa hvað hann á við þegar hann segist bjóða „ laun sem séu vel samkeppnishæf”.

Samkeppnishæf við hvað? Atvinnuleysisbætur? Lægstu launataxta? Bankalaun?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þessi i nnkoma saumastofueigandans á atvinnnumarkaðinn hér suður með sjó getur ekki verið góð byrjun á starfsemi fyrirtækisins hér á svæðinu. Væri ég atvinnuleitandi myndi ég hugsa mig vandlega um eftir þetta.

Ellert Grétarsson.