SAR heldur atvinnufund í Sandgerði
Á morgun, fimmtudag 9. desember, kl. 12-13, verður hádegisfundur Samtaka Atvinnurekenda á Reykjanesi haldinn á Vitanum, Sandgerði.
Á fundinum verður SAR kynnt stuttlega, en áhersla lögð á að ræða atvinnumál Reykjaness og þann stuðning sem SAR getur veitt í þeim efnum.
SAR mun halda fundi í öllum sveitafélögunum fyrir áramót og því mikilvægt að staðarmenn mæti á fundina í spjall um atvinnumál.
Áætlanir SAR eru að halda svona hádegisverðarfundi mánaðarlega og fara milli sveitarfélaga. Þannig verður einn fundur fimmta hvern mánuð í hverju sveitarfélagi. Með svona fundum myndast góð tengsl á milli aðila í atvinnulífinu og skoðana- og upplýsingarskipti verða betri.
Í öllum tilfellum verða fundir settir stundvíslega klukkan 12:00 og slitið klukkan 12:55, svo fólk komist til vinnu aftur.
Dagskráin SAR funda fram að áramótum er þessi:
Fimmtudaginn 09 desember, Sandgerði
Fimmtudaginn 16 desember, Garður
Fjölmennum í Vitann á fimmtudag kl. 12!