Sandgerði og Garður eiga nafnið Suðurnes
Garður og Sandgerði eru einu byggðarlögin sem landfræðilega eru Suðurnes þó svo fleiri kenni sig við Suðurnes þá er það allt í lagi. En þeir eiga ekki nafnið, það eru Garður og Sandgerði sem eiga saman nafnið Suðurnes samkvæmt Íslandskort.is á Landsbókasafni Íslands-Háskólabókasafn.
Þar kemur fram að Suðurnes eru NA-Útskálar og SA-Stafnes. Mæliár var 1908, endurskoðunarár
var 1932, og útgáfuár var 1944 ásamt fleiri heimildum.
Okkar er nafnið Suðurnes.
Kristjana Vilhjálmsdóttir,
símstöðvarstjóri til 40 ára í Garði.