Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 10. október 2002 kl. 16:33

Samstarf við háskóla hérlendis - lyftistöng fyrir atvinnulífið

Síðastliðinn vetur sendi MOA öllum háskólanemum hérlendis, sem skráðir voru til heimilis á svæðinu, boð um aðstoð við að koma þeim í samband við fyrirtæki og stofnanir þegar þeir stæðu frammi fyrir vali á verkefnum. Þó nokkrir háskólanemar, frá Háskólanum í Reykjavík, Tækniskólanum og Viðskiptaháskólanum á Bifröst höfðu samband þá strax og nokkrir hópar hafa unnið að sínum verkefnum á svæðinu. Slíkt er verulega styrkjandi fyrir atvinnulífið, enda um stór og viðamikil verkefni að ræða, sem nýtast fyrirtækjunum vel í framþróun sinni, úttektum og stöðumati.Verkefnin eru unnin, fyrirtækjum að kostnaðarlausu nema ef um útlagðan kostnað er að ræða s.s. ferðir, símakostnað, skýrslugerð o.frv., þá greiða fyrirtækin þann kostnað. Samvinna af þessu tagi er gríðarleg lyftistöng fyrir atvinnulífið þar sem ferskar hugmyndir flæða beint út úr háskólaumhverfinu og inn í fyrirtækin. Nú þegar liggja fyrir a.m.k. tvær beiðnir um verkefni, frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst og Tækniskóla Íslands.

MOA auglýsir hér með eftir fyrirtækjum sem óska eftir því að vinna með háskólanemum sem leggja krafta sína í að vinna raunveruleg verkefni inni í raunverulegum fyrirtækjum, til að þau nýtist sem best.

Gagnagrunnur verður settur upp á skrifstofunni, þar sem fyrirtæki geta lagt inn hugmyndir og nemendur leitað eftir verkefnum við hæfi. Nánari upplýsingar gefur Helga Sigrún á MOA (sími 421-6700) og netfangið er [email protected].
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024