Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 25. nóvember 2003 kl. 08:54

Samstarf Holtaskóla og SAM bíóanna

Átaksverkefni í unglingadeildum Holtaskóla í samvinnu við SAM bíóin og með stuðningi Lífeyrissjóðs Suðurnesja

Nemendur í 8. - 10. bekk í Holtaskóla hafa verið í átaki til að bæta ástundun og vinnubrögð. Átakið hófst 20. október og stóð til 14. nóvember.
Í átakinu voru 4 markmið. Hver bekkur fékk eitt markmið í hverri viku.
Nemendur áttu að bera ábyrgð á því að standast markmið hverrar viku án ábendinga frá kennurum. Hver kennari tók stikkprufu einu sinni í viku og skilaði inn til deildarstjóra unglingastigs og námsráðgjafa. Nemendur vissu ekki hvenær stikkprufan er gerð.
Síðan var farið yfir stöðu hvers nemenda og hver sá sem stóðst markmið vikunnar hjá öllum kennurum fékk viðurkenningarspjald.
Markmiðin voru sett upp sem slagorð og hengd upp í heimastofu hvers bekkjar.

Markmiðin eru eftirfarandi:
· Í tíma - á tíma. Nemendur þurfa að mæta í tíma á réttum tíma.
· Blindur er bóklaus maður. Markmiðið felur í sér að nemendur taki upp bækur í byrjun tíma án þess að vera minntir á. Einnig eiga þeir að taka af sér húfur og fara úr úlpum án áminningar.
· Klár í slaginn - allan daginn. Í þessu markmiði felst að nemendur eiga að bregðast strax  við fyrirmælum kennara og vinna vel allan tímann.
· Klárum heima - ekki gleyma. Hér eiga nemendur að ljúka við alla heimavinnuna fyrir hvern dag.

Hver nemandi geymdi síðan sín spjöld og  þeir sem stóðu uppi með 4 viðurkenningarspjöld í lok átaksins verður boðið á bíósýningu í SAM bíóinu í Keflavík. Lífeyrissjóður Suðurnesja mun gefa nemendum kók og popp korn til að maula meðan á sýningu stendur.

133 nemendur eru í 8.-10. bekk. Af þeim stóðust 85 markmið allra viknanna en 38 nemendur fengu 3 spjöld.

Sigríður Bílddal, námsráðgjafi Holtaskóla
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024