Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Samstaða um sjúkrahúsþjónustu
Miðvikudagur 13. október 2010 kl. 09:27

Samstaða um sjúkrahúsþjónustu

-höggvum á Helguvíkurhnútinn

Tillögur um að hagræðingu í heilbrigðismálum með því að skera niður sjúkrahúsþjónustu heilbrigðisstofnana úti á landi komu sem köld vatnsgusa yfir alla landsbyggðina. Lítið samráð var haft í aðdraganda tillögugerðarinnar og virðist eiga að nota lagið í samdrættinum til þess að framfylgja tíu ára gamalli stefnu sem miðar að því að færa alla sjúkrahúsþjónustu sem heitið getur frá landsbyggðarstofnununum á Landsspítalann og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Nú hefur ráðherra heilbrigðismála fallist á kröfur um endurskoðun á hugmydunum og jafnaðari dreifingu á hagræðingu í heilbrigðisþjónustu en lagt er upp með í fjárlagafrumvarpi og því ber að fagna.

Þetta er vond stefna sem þarna kemur fram að mínum dómi og vegur að jafnræði til búsetu í landinu og vel reknum heilbrigðisstofnunum um allt land. Auk þess má draga mjög í efa að nokkuð sparist með þessari tilfærslu verkefna frá landsbyggðarsjúkrahúsunum til Reykjavíkur og Akureyrar. Enda ekki verið sýnt fram á hvernig þau sjúkrahús geti tekið á móti aukinni þjónustu án aukinna fjárframlaga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gagnlegur og málefnalegur fundur var haldinn á mánudaginn að ósk okkar þingmanna Suðukjördæmis með öllum þingmönnum kjördæmisins, fulltrúum SASS og SSS, forstöðufólki heilbrigðisstofnana Vestmannaeyja, Hornafjarðar, Suðurlands og Suðurnesja ásamt Guðbjarti Hannessyni heilbrigðisráðherra. Þar kom fram breið samstaða allra þingmanna, amk þeirra sem tjáðu sig, gegn tillögunum og ósk um endurskoðun á þeim sem ráðherra tók vel í og flutti sitt mál af yfirvegun og sanngirni.

Okkar í fjárlaganend Alþingis bíður það verkefni að endurskoða tillögurnar og setja fram réttlátari tillögur þar sem jafnt er komið niður á öllum sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum landsins. í hagræðingunni sem vissulega þarf að eiga sér stað. Þannig að ekki verði einungis skorið niður í þeim 15% hluta heilbrigðiskerfisins sem eru landsbyggðastofnanirnar og það munum við fara yfir næstu vikurnar undir forystu Suðurnesjakonunnar Oddnýjar G. Harðardóttur nýkjörins formanns fjárlaganendar Alþingis.

Höggvum á Helguvíkurhnútinn

Alvarlegt ástand í atvinnumálum Suðurnesja er eitt brýnasta verkefni stjórnvalda nú, heima í héraði og á landsvísu. Í síðustu viku funduðum við nokkrir þingmenn og svietarstjórnarmenn með forystu Norðuráls og Rúnólfi Ágústssyni verkefnisstjóra Helguvíkurverkefnisins. Þar kom skýrt fram að fyrirstaðan fyrir því að allt fari á fullt við álversframkvæmdir í Helguvík eru orkusamningar við HS orku og OR og lúkning þeirra. Fjármögnun er klár en Norðurál þarf tryggingu fyrir orku í fyrstu 3 áfangana til að geta byrjað.

Á þennan hnút þaf að höggva og það strax. Nú er verið að fara sameiginlega yfir málið með hlutaðeigandi aðilum og okkur þeim þingmönnum sem stiðja framkvæmdirnar. Nú eru rúm tvö ár síðan við Oddný, Árni Sigfússon, Krisján Gunnarsson, Ragnar forstjóri Norðuráls og fleiri tókum skóflustunguna að nýju álveri í Helguvík. Þetta er óþolandi dráttur á mikilvægasta verkefninu á landinu öllu nú um stundir í atvinnumálum: 10 þúsund störf á byggingartíma og 2000-3000 varanlega störfí kjölfarið. Samdráttur í byggingaiðnaði og þjónustu væri svo gott sem á enda ef verkið færi á fullt. Tryggja þarf framgang Helguvíkurverkefnanna tveggja og láta hvorki andstöðu einstakra ráðherra eða þingmanna stöðva verkefnið.

Stöndum saman og komum á framkvæmdastig. Ná samtöðu sem skilar árangri líkt og um 30 þingmenn gera nú í tillögu Árna Johnsen um aðkomu ríkisins að uppbyggingu Helguvíkurhafnar. Það var lofsamlegt framtak af Árna að ná breiðri samstöðu þvert á alla flokka, nema einn, í mikilvægu atvinnu- og framfaramáli fyrir Suðurnes. Það gerði hann af miklum krafti enda náði hann hópnum saman.

Sama má segja um nokkur önnur verkefni sem mynda þarf breiða samstöðu um svo þau megi verða að veruleika, svo sem ECA verkefnið. Meira um þau verkefni síðar.

Björgvin G. Sigurðsson, 1. þingmaður Suðurkjördæmis.