Samningatækni –samningar við fólk
Fræðsla um grunnatriði í samningatækni. Farið í algengustu mistök þegar samningar misheppnast og mikilvægi þess að semja um þarfir og hagsmuni með því að umgangast samningsaðila af mildi og viðhalda góðum samskiptum þrátt fyrir að vera hörku samningamaður. Á námskeiðinu er unnið með fjölbreytt en einföld dæmi samninga. Efnið hentar til dæmis þeim sem vilja vera sterkari í að semja um kaup og kjör (beggja vegna borðs þ.e. launþegi og atvinnurekandi), vöru (einnig beggja vegna borðs þ.e. sölumaður og kaupandi) eða einfaldlega þeim sem vilja auka samskiptahæfni sína við að semja um verkefnin á heimilum eða vinnustað.
• Leiðbeinandi: Steinunn I. Stefánsdóttir M.Sc. í viðskiptasálfræði og steitufræðum.
• Tími: 27.10. kl.13:00 –17:00
• Verð: Frítt. Í boði Vinnumarkaðsráðs Suðurnesja.
Þátttakendur skrái sig hjá MSS s: 421-7500, eða með tölvupósti á [email protected]