Samkeppnishæfni alþjóðaflugvallarins í Keflavík
Brotthvarf Varnarliðsins mun hafa margvíslegar afleiðingar fyrir okkur Íslendinga. Afleiðingar þess munu teygja sig inn á svið sem flesta óraði kannski ekki fyrir. Eitt þessara sviða er skipan flugmála á öllu Íslandi. Í áraraðir hefur Varnarliðið staðið straum af stærstum hluta kostnaðar við rekstur Keflavíkurflugvallar sem er okkar eini eiginlegi alþjóðaflugvöllur. Íslensk stjórnvöld hafa nýtt sér þetta og hafa skatttekjur af borgaraflugi um Keflavíkurflugvöll verið notaðar m.a. til að halda uppi innanlandsflugi á Íslandi. Þannig má áætla að u.þ.b. 800 milljónir af þeim 2.000 milljónum sem flugfarþegar um Keflavíkurflugvöll greiddu í flugvallaskatta og önnur opinber gjöld árið 2005 hafi runnið til Flugmálastjórnar Íslands í formi varaflugvallargjalds og flugvallarskatts. Í ljósi breytts hlutverks varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og yfirtöku íslendinga á rekstri flugvallarins liggur það fyrir að breytingar munu verða hér á.
Í því breytingarferli sem er framundan er afar brýnt að samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar sé tryggð í samkeppni við aðra alþjóðaflugvelli og aðra áfangastaði ferðamanna. Afar mikilvægt er að flugvallargjöld- og skattar séu sem lægst fyrir flugfarþega til að hægt sé að halda verði flugfarmiða sem allra lægst. Ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi hefur því afar mikilla hagsmuna að gæta í þessu sambandi. En hafa ber í huga að það er dýrt að fljúga til Íslands frá nánast öllum löndum vegna fjárlægðar.
Öll tekjumyndun flugvallarins fari til uppbyggingu starfseminar við flugvöllinn
Leggja verður þunga áherslu á að allar tekjur, í hvaða formi sem er, af rekstri flugvallarins og flugstöðvarinnar fari í uppbyggingu starfseminnar á Keflavíkurflugvelli. Öðruvísi er ekki hægt að vera með samkeppnishæf verð og gæði þjónustunnar verður lakari. Það skiptir miklu máli fyrir ferðaþjónustuna að eini eiginlegi millilandaflugvöllur landsins sé samkeppnishæfur við aðra millilandaflugvelli hvað varðar þjónustu, gæði og verð.
Í kjölfar einhliða tilkynningar Bandaríkjamanna um brotthvarf Varnarliðsins hefur stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar (FLE) lýst því m.a. yfir að afar mikilvægt sé að rekstur Flugstöðvarinnar og Keflavíkurflugvallar sé samkeppnishæfur og að tekjumyndun af rekstri flugvallarins fari í uppbyggingu starfseminar á Keflavíkurflugvelli.
Skoða þarf vel hvaða rekstrarform henti best
Skoða þarf vel hvort rekstur flugvallarins sé betur settur hjá einu stóru hlutafélagi á sviði einkarekstrar og viðskipta en að vera hluti af opinberri stjórnsýslu. Í Vestur -Evrópu er það nánast undantekingarlaust að sami aðili ber ábyrgð á rekstri flugstöðvar og flugvallar, en mikil samlegðaráhrif eru fólgin í því að sameina rekstur flugvallar- og flugstöðvarmannvirkja.
Að mínu mati þarf einnig að tryggja slíku félagi sveigjanleika í verðlagningu á þjónustu og gjaldtöku fyrir nýtingu flugvallarins. Endurskoða þarf því lög um loftferðir og heimila slíku félagi sveigjanlegri verðlagningu í þeim tilgangi að nýta betur Keflavíkurflugvöll sem áfangastað fyrir flugfélög og fjölga þannig ferðamönnum til Íslands og fjölga þar með atvinnutækifærum í ferðaþjónustu og við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík.
Á að sameina slökkviliðin á svæðinu ?
Þá þyrfti einnig að skoða vel rekstur slökkviliða á Suðurnesjum og athuga hvort ekki væri unnt að sameina öll slökkviliðin á svæðinu sem myndu þá einnig sinna þjónustu við flugvöllinn með sérstökum þjónustusamningi við hið nýja félag.
Lykilatriði í breytingarferlinu eru þessi:
1. Samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar verður að tryggja.
2. Öll tekjumyndun á Keflavíkurflugvelli verður að nýtast til uppbyggingar á þeirri starfsemi sem er á og við Keflavíkurflugvöll.
3. Rekstur flugvalla og flugstöðva er nánast án undantekningar á hendi sama aðila í allri Vestur-Evrópu vegna mikilla samlegðaráhrifa.
4. Tryggja þarf sveigjanleika í gjaldtöku fyrir nýtingu flugvallarins.
5. Rekstur slökkviliða á Suðurnesjum þarf að endurskipuleggja.
Eysteinn Jónssson
Skipar 2. sætið á A-listanum í Reykjanesbæ
Í því breytingarferli sem er framundan er afar brýnt að samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar sé tryggð í samkeppni við aðra alþjóðaflugvelli og aðra áfangastaði ferðamanna. Afar mikilvægt er að flugvallargjöld- og skattar séu sem lægst fyrir flugfarþega til að hægt sé að halda verði flugfarmiða sem allra lægst. Ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi hefur því afar mikilla hagsmuna að gæta í þessu sambandi. En hafa ber í huga að það er dýrt að fljúga til Íslands frá nánast öllum löndum vegna fjárlægðar.
Öll tekjumyndun flugvallarins fari til uppbyggingu starfseminar við flugvöllinn
Leggja verður þunga áherslu á að allar tekjur, í hvaða formi sem er, af rekstri flugvallarins og flugstöðvarinnar fari í uppbyggingu starfseminnar á Keflavíkurflugvelli. Öðruvísi er ekki hægt að vera með samkeppnishæf verð og gæði þjónustunnar verður lakari. Það skiptir miklu máli fyrir ferðaþjónustuna að eini eiginlegi millilandaflugvöllur landsins sé samkeppnishæfur við aðra millilandaflugvelli hvað varðar þjónustu, gæði og verð.
Í kjölfar einhliða tilkynningar Bandaríkjamanna um brotthvarf Varnarliðsins hefur stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar (FLE) lýst því m.a. yfir að afar mikilvægt sé að rekstur Flugstöðvarinnar og Keflavíkurflugvallar sé samkeppnishæfur og að tekjumyndun af rekstri flugvallarins fari í uppbyggingu starfseminar á Keflavíkurflugvelli.
Skoða þarf vel hvaða rekstrarform henti best
Skoða þarf vel hvort rekstur flugvallarins sé betur settur hjá einu stóru hlutafélagi á sviði einkarekstrar og viðskipta en að vera hluti af opinberri stjórnsýslu. Í Vestur -Evrópu er það nánast undantekingarlaust að sami aðili ber ábyrgð á rekstri flugstöðvar og flugvallar, en mikil samlegðaráhrif eru fólgin í því að sameina rekstur flugvallar- og flugstöðvarmannvirkja.
Að mínu mati þarf einnig að tryggja slíku félagi sveigjanleika í verðlagningu á þjónustu og gjaldtöku fyrir nýtingu flugvallarins. Endurskoða þarf því lög um loftferðir og heimila slíku félagi sveigjanlegri verðlagningu í þeim tilgangi að nýta betur Keflavíkurflugvöll sem áfangastað fyrir flugfélög og fjölga þannig ferðamönnum til Íslands og fjölga þar með atvinnutækifærum í ferðaþjónustu og við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík.
Á að sameina slökkviliðin á svæðinu ?
Þá þyrfti einnig að skoða vel rekstur slökkviliða á Suðurnesjum og athuga hvort ekki væri unnt að sameina öll slökkviliðin á svæðinu sem myndu þá einnig sinna þjónustu við flugvöllinn með sérstökum þjónustusamningi við hið nýja félag.
Lykilatriði í breytingarferlinu eru þessi:
1. Samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar verður að tryggja.
2. Öll tekjumyndun á Keflavíkurflugvelli verður að nýtast til uppbyggingar á þeirri starfsemi sem er á og við Keflavíkurflugvöll.
3. Rekstur flugvalla og flugstöðva er nánast án undantekningar á hendi sama aðila í allri Vestur-Evrópu vegna mikilla samlegðaráhrifa.
4. Tryggja þarf sveigjanleika í gjaldtöku fyrir nýtingu flugvallarins.
5. Rekstur slökkviliða á Suðurnesjum þarf að endurskipuleggja.
Eysteinn Jónssson
Skipar 2. sætið á A-listanum í Reykjanesbæ