Samkaup styrktu Velferðarsjóð rausnarlega

Samkaup kom færandi hendi með framlag í Velferðarsjóð Suðurnesja nú fyrir helgi. Ómar Valdimarsson framkvæmdastjóri Samkaupa afhenti Hjördísi Kristinsdóttur umsjónarmanni hjálparstarfs við Keflavíkurkirkju, gjafakort að andvirði kr. 500 þús. 
Enginn vafi er á því að stuðningur Samkaupa mun koma í góðar þarfir og gleðja marga á jólahátíðinni.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				