Samfylkingin með kjördæmisráðsþing í Hveragerði 15. febrúar
Samfylkingin í Suðurkjördæmi heldur aukakjördæmisþing sunnudaginn 15. febrúar á Hótel Örk í Hveragerði og hefst það kl. 13:30.
Á þinginu verður ákveðin aðferð við val á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar þann 25. apríl.
Einungis kjörnir fulltrúar hinna 13 aðildarfélaga Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi hafa atkvæðisrétt á þinginu.
Stjórn Kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi