Samfylkingarframboð úr Sandgerði
Unnur G. Kristjánsdóttir, Vallargötu 3, Sandgerði gefur kost á mér í 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suður-kjördæmi. Unnur er 47 ára, grunnskólakennari í Sandgerði og gift Sturlu Þórðarsyni tannlækni. Hún hefur reynslu af stjórnmálum, var varaþingmaður á Norðurlandi vestra 1987-91, gjaldkeri Alþýðubandalagsins, í bæjarstjórn á Blönduósi og hefur víðtæka félagslega reynslu. Ástæðan fyrir þátttöku hennar í prófkjörinu er hvatning frá félögum, óskir um að fleiri konur verði með í prófkjörinu og einlægur áhugi á að Samfylkingin og þau málefni sem fólkið í henni berst fyrir, fái verðuga umfjöllum og fylgi í þjóðfélaginu, segir í tilkynningu.