Sameining sveitarfélaganna Reykjanesbæjar, Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs
Af gefnu tilefni langar mig að koma á framfæri eftirfarandi:
Björk Guðjónsdóttir lagði fram bókun í bæjarstjórn Reykjanesbæjar þann 20.september þar sem hún gagnrýnir bókanir bæjarstjórna Sandgerðisbæjar og Garðs. Þar segir að meirihlutar bæjarfélaganna tveggja séu sífellt að lýsa sig mótfallna sameiningu. Hvað kallar Björk meirihluta? Allir bæjarfulltrúar í Sandgerði sameinuðust um bókun á síðasta fundi bæjarstjórnar. Góður meirihluti það. Að auki vil ég taka fram að bæjarstjórn kvatti í bókuninni íbúa bæjarfélagsins til að kynna sér málin og taka síðan sína upplýstu afstöðu. Það er lýðræði. Aftur á móti töldu bæjarfulltrúar að bæjarbúar ættu fullan rétt á að vita hvað þeirra kjörnu fulltrúar hyggðust gera því að þeir þurfa einnig að gera upp hug sinn. Þar kom fram að þeir munu allir greiða atkvæði á móti sameiningu. Á næstu dögum mun verða send út samantekt úr margumræddri skýrslu sem Parx ráðgjöf gerði fyrir nefnd á vegum sveitarfélaganna. Og í næstu viku verða fundir með íbúum í hverju sveitarfélagi fyrir sig um málefnið.
Sigurbjörg Eiríksdóttir.
Bæjarfulltrúi í Sandgerðisbæ.
Björk Guðjónsdóttir lagði fram bókun í bæjarstjórn Reykjanesbæjar þann 20.september þar sem hún gagnrýnir bókanir bæjarstjórna Sandgerðisbæjar og Garðs. Þar segir að meirihlutar bæjarfélaganna tveggja séu sífellt að lýsa sig mótfallna sameiningu. Hvað kallar Björk meirihluta? Allir bæjarfulltrúar í Sandgerði sameinuðust um bókun á síðasta fundi bæjarstjórnar. Góður meirihluti það. Að auki vil ég taka fram að bæjarstjórn kvatti í bókuninni íbúa bæjarfélagsins til að kynna sér málin og taka síðan sína upplýstu afstöðu. Það er lýðræði. Aftur á móti töldu bæjarfulltrúar að bæjarbúar ættu fullan rétt á að vita hvað þeirra kjörnu fulltrúar hyggðust gera því að þeir þurfa einnig að gera upp hug sinn. Þar kom fram að þeir munu allir greiða atkvæði á móti sameiningu. Á næstu dögum mun verða send út samantekt úr margumræddri skýrslu sem Parx ráðgjöf gerði fyrir nefnd á vegum sveitarfélaganna. Og í næstu viku verða fundir með íbúum í hverju sveitarfélagi fyrir sig um málefnið.
Sigurbjörg Eiríksdóttir.
Bæjarfulltrúi í Sandgerðisbæ.