Sameining sjálfstæðismanna í Garði rann út í sandinn
Tilraun var gerð til að sameina sjálfstæðismenn í Garði á fundi sem haldinn var í Sjálfstæðisfélaginu Garði í vikunni. Sjálfstæðismenn hafa verið sundraðir síðustu átta ár og boðið fram undir merkjum F- og H-lista í sveitarstjórnarkosningum.
Í tilkynningu frá formanni Sjálfstæðisfélagsins Garðs, Gunnari H. Hasler, segir að fyrir fundinum hafi legið tillaga um að bjóða fram undir D-lista við sveitarstjórnarkosningarnar þann 27. maí nk.
Forsvarsmenn F-lista ákváðu hins vegar að taka ekki þátt í fundinum og sendu bréf til Garðbúa þar sem þeir báðu fólk að styðja F-listann og mæta ekki á fundinn.
Niðurstaða fundarins var að fresta ákvörðun málsins að svo stöddu.
Í tilkynningu frá formanni Sjálfstæðisfélagsins Garðs, Gunnari H. Hasler, segir að fyrir fundinum hafi legið tillaga um að bjóða fram undir D-lista við sveitarstjórnarkosningarnar þann 27. maí nk.
Forsvarsmenn F-lista ákváðu hins vegar að taka ekki þátt í fundinum og sendu bréf til Garðbúa þar sem þeir báðu fólk að styðja F-listann og mæta ekki á fundinn.
Niðurstaða fundarins var að fresta ákvörðun málsins að svo stöddu.