Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundaði í Garði
Hinn árlegi aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum var haldinn í samkomuhúsinu í Garði sl. helgi. Nokkrar ályktanir voru lagðar fram meðal annars varðandi tekjustofna sveitarélaga, tvöföldun Reykjanesbrautar, byggingu D-álmunnar, löggæslu- og heilsugæslumál. Sveitarstjórnarmenn á Reykjanesi sátu fundinn ásamt þingmönnum kjördæmisins og boðsgestum sem fluttu erindi um ýmis málefni.