Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Sálfræðiþjónusta FS vel sótt
Anna Sigríður Jóhannesdóttir.
Þriðjudagur 16. apríl 2019 kl. 05:00

Sálfræðiþjónusta FS vel sótt

-Geðheilbrigði framhaldsskólanema mikilvægt

Fjölbrautaskóli Suðurnesja er Heilsueflandi framhaldsskóli og rúmlega 900 nemendur stunda þar nám í vetur. Nemendur í FS hafa aðgang að sálfræðiþjónustu í skólanum þrjá daga í viku sér að kostnaðarlausu en þar starfa tveir sálfræðingar í 50% starfshlutfalli.

Margir unglingar á Íslandi eru að glíma við vandamál sem tengjast streitu. Margir þættir geta valdið því eins og skert sjálfsmynd og sífelld upplifun á pressu gengur oft út á hvernig þau eiga að vera, með hverjum þau ættu að vera og hvernig þau líta út. Mikil netnotkun unglinga getur meðal annars valdið svefnleysi og skapað síþreytu og einbeitingarleysi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hluti nemenda er að glíma við andlega vanlíðan og nauðsynlegt er að grípa inn í sem allra fyrst og veita þeim aðstoð og persónulega sálfræðiráðgjöf. Það er mikilvægt að grípa þessi ungmenni sem allra fyrst til að sporna gegn brotthvarfi en slæm vanlíðan í langan tíma getur haft verulega áhrif á nám og seinkað námslokum. Þjónustan hefur verið vel sótt af nemendum í FS og hafa þeir tekið jákvætt í hana. Ef nemendur þurfa á öðrum úrræðum er þeim vísað áfram á viðeigandi stofnun og tilvísun til viðeigandi meðferðaraðila í samstarfi við skólasálfræðinginn. Mjög mikilvægt er að tryggja áfram að þessi þjónusta sé til staðar í skólanum því að líkamleg og andleg heilsa eru tveir af mikilvægustu þáttunum og þurfa að vera í lagi svo nemendum líði vel. Foreldrar þurfa einnig að fylgjast vel með andlegri líðan barna sinna og leita aðstoðar ef þarf. Þeir þurfa að gefa sér tíma til að spjalla við börnin og finna út hvernig gengur hjá þeim. Í Hvítbók mennta- og menningarmálaráðuneytisins um úrbætur í menntun kemur fram að aðeins 44% framhaldsskólanemendur ljúki námi á réttum tíma. Ein af ástæðunum er slæm geðheilsa og þessum vanda þarf að mæta með auknu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Aukið aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanemendur eykur ekki bara lífsgæði þeirra heldur einnig meiri líkur á farsælli skólagöngu.

Anna Sigríður Jóhannesdóttir