Saknar þú bíllykla?
Drengir í 9. og 10. flokki UMFN stefna á æfingabúðir í Boston í sumar og hafa af því tilefni verið í ýmsum fjáröflunum. Þeir hafa m.a. farið í tvær dósasafnanir í Njarðvík og hefur verið vel tekið á móti strákunum.
Í dósasöfnuninni síðasta laugardag kom þó óvæntur hlutur upp úr einum pokanum en það voru bíllyklar af Opel bifreið með auðkennislykli á. Eflaust saknar einhver bíllyklanna sinna eða vantar að komast á heimabankann sinn og er honum bent á að hafa samband við Svandísi í síma 893-1846.
Strákarnir ætla svo að fara í næstu dósasöfnun eftir páska og vonandi taka þá allir vel á móti þeim.