Sækjum fram saman
Næstkomandi laugardag fer fram prófkjör okkar Framsóknarmanna í Suðurkjördæmi, þar sem valinn verður framboðslisti okkar fyrir Alþingiskosningarnar í vor og býð ég mig fram í 2. sætið á þeim lista.
Þau mál sem ég mun leggja mesta áherslu á, hljóti ég til þess brautargengi í prófkjörinu þann 20. janúar, snúa að því kjörorði sem við Framsóknarmenn settum fram fyrir kosningarnar 2003. Þau voru vinna, vöxtur og velferð. Í þessum þremur orðum kristallast það sem flokkurinn stendur fyrir og það sem ég stend fyrir.
Vinna, vöxtur, velferð
Ég mun leggja áherslu á að gera atvinnulífið enn öflugra með auknu fjármagni til nýsköpunar í byggðum landsins. Ég mun leggja mikla áherslu á samgöngur og fjarskipti og vil m.a. skoða nýjar leiðir til fjármögnunar á stærri verkefnum svo hægt verði að losa um fjármagn til að setja í hin svokölluðu minni vegaverkefni sem vilja alltof oft sitja á hakanum. Og ég mun vinna að málefnum fjölskyldunnar og þeirra sem minna mega sin.
Ég er bjartsýnismanneskja að eðlisfari. Fyrir fjórum árum var staða Framsóknarflokksins í skoðanakönnunum mjög svipuð og hún er nú. Við vorum að mælast með um 15-16%. Með samstilltu átaki munaði aðeins nokkrum tugum atkvæða að við næðum inn þriðja manninum, og tel ég raunar að 2. maður Framsóknar í Reykjavík-Norður hafi getað þakkað Suðurkjördæmi þingsætið sitt.
Ég er sannfærð um að 2. sætið er öruggt þingsæti og tel reyndar að við eigum að líta á 3. sætið sem baráttusæti.
Því óska ég eftir ykkar stuðningi í 2. sætið svo ég geti stutt ykkur í fyrsta sæti.
Eygló Harðardóttir
Höfundur gefur kost á sér í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.
Þau mál sem ég mun leggja mesta áherslu á, hljóti ég til þess brautargengi í prófkjörinu þann 20. janúar, snúa að því kjörorði sem við Framsóknarmenn settum fram fyrir kosningarnar 2003. Þau voru vinna, vöxtur og velferð. Í þessum þremur orðum kristallast það sem flokkurinn stendur fyrir og það sem ég stend fyrir.
Vinna, vöxtur, velferð
Ég mun leggja áherslu á að gera atvinnulífið enn öflugra með auknu fjármagni til nýsköpunar í byggðum landsins. Ég mun leggja mikla áherslu á samgöngur og fjarskipti og vil m.a. skoða nýjar leiðir til fjármögnunar á stærri verkefnum svo hægt verði að losa um fjármagn til að setja í hin svokölluðu minni vegaverkefni sem vilja alltof oft sitja á hakanum. Og ég mun vinna að málefnum fjölskyldunnar og þeirra sem minna mega sin.
Ég er bjartsýnismanneskja að eðlisfari. Fyrir fjórum árum var staða Framsóknarflokksins í skoðanakönnunum mjög svipuð og hún er nú. Við vorum að mælast með um 15-16%. Með samstilltu átaki munaði aðeins nokkrum tugum atkvæða að við næðum inn þriðja manninum, og tel ég raunar að 2. maður Framsóknar í Reykjavík-Norður hafi getað þakkað Suðurkjördæmi þingsætið sitt.
Ég er sannfærð um að 2. sætið er öruggt þingsæti og tel reyndar að við eigum að líta á 3. sætið sem baráttusæti.
Því óska ég eftir ykkar stuðningi í 2. sætið svo ég geti stutt ykkur í fyrsta sæti.
Eygló Harðardóttir
Höfundur gefur kost á sér í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.